Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 24

Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 24
22 og hvítra manna eins og annað sé ekki til, svo aðeins tvö dæmi séu nefnd. Og þegar ég segi „við“, þa á ég einkum við vestræna menn eins og þeir eru staddir við upphaf mestu umbyltingar, sem átt hefur sér st'að í sögu mannanna frá því að eldur var fyrst beizlaður. Ef vel á að fara, verða íslenzkir rithöfundar að gera sér þetta ljóst, engu síður en höfundar annarra þjóða — hvort sem hagkerfi framtíðarinnar verður kapítalismi eða kommúnismi; hvort sem annað af þessu er æskilegt eða eitthvert þriðja form. — Eitt er víst: íslenzk ritlist í framtíðinni verður aldrei borin uppi af ómenntuðum smámennum; eða þeim sem verða fyrir fátæktar sakir að „skrifa til að lifa“. Heimur framtíðarinnar getur beinlínis ekki haft liið minnsta gagn af sárfátækum skáldum, fremur en öreiga vísindamönn- um. I þeim heimi er sykursjúk kona, sem kannski hefur litla sem enga hæfileika, en þarf ekki að hafa fjárhagslegar áhyggjur, líklegri til að gera góða hluti í listum, heldur en jafnvel hæfileikamikill unglingur, sem hvorki fær skilyrði til að menntast né vinna að því sem honum er eigin- legast. Fjarri sé mér að setja upp spámannssvip og spá til eða frá um þróun einstakra greina skáldskapar hérlendis í nánustu framtíð, hvaðþá er lengra um líður. En mér finnst flest benda til þess, að fjölbreytni í þeirri list- grein muni fremur aukast hér en dragast saman, næstu áratugina. Ein tegund skáldskapar t. d., sem hingað til hefur af skiljanlegum ástæðum setið á hakanum, er þegar farin að eflast. Það er leikritagerð. Þar eigum við svo til óplægðan akur; ég tala nú ekki um, ef við förum að geta framleitt innlendar kvikmyndir. — Listrænn °ssayismi mun einnig eiga mikla þróunarmöguleika hér, enda bráðnauðsynlegt tungunnar vegna; því að enn er svo ástatt að vort kæra móðurmál er varla viðræðuhæít til heimspeki eða vísindalegrar orðræðu. Þar verða fræðimenn og skáld að taka höndum saman til áframhaldandi sköpunar þessa forna máls skálda, garpa og guða. En þá má kannski einnig spyrja: Er nokkur ein tegund skáldskapar líkleg til að úrættast hjá okkur í framtíðinni, og hvaða grein myndi það þá vera? — Eg vona, að þessu sé hægt að svara neitandi, en ef um nokkra eina grein væri að ræða, þá myndi ég í fljótu bragði telja, að skáldsög- unni væri mest hætta búin. Væri það illa farið um sjálfa „söguþjóðina“, ef slíkur grunur hefði við rök að styðjast, enda treysti ég mér ekki að koma fram með neitt í því sambandi, sem kallazt gæti rök. — Tölvísi er sennilega hæpinn mælikvarði á þróun skáldskapar, einkum til að lesa úr henni framtíðarþróun. Höfðatala skálda og listamanna meðal þjóðar þarf t. d. ekki að vera nein vísbending um ágæti og blómgan listarinnar. Engu að síður — úr því ég er á annað borð farinn að tala um framtíð íslenzku skáldsögunnar — finnst mér ekki úr vegi að nefna þá einkenni- legu staðreynd, að telja má á fingrum annarar handar þá rithöfunda á Islandi í dag, sem einkum stunda skáldsagnagerð — og hafa eJcki þegar náð fertugsaldri. Ég undanskil að vísu örfáa höfunda, sem skrifað hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.