Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 25

Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 25
23 aðeins eina skáldsögu og óvíst er hvort halda áfram við þá grein skáld- skapar. En hvað á maður að leyfa sér að álykta af þessu? Að áhugi á skáld- sagnagerð sé að minnka meðal ungra höfunda á Islandi? Að yngstu rit- höfundar oklcar séu ekki gæddir þeim episka sans, sem beinlínis hvetur til söguritunar? Að subjectiv lífsskoðun og visst tilfinningalegt „undan- hald“ sé að sljóvga skyn þeirra á möguleika prósans — t. d. vegna dýrkun- ar á ljóðinu „Ijósins vegna“? Eða að ungir menn veigri sér við að leggja út í það „stórræði“ sem skáldsöguformið einatt er? Eg held ekki; og vona að svo sé ekki. Samt má vel vera, að eirðarleysi, rótleysi, öryggisskort- ur og hugsjóna-uppflosnun eftirstríðsáranna — auk gerbreytts sögu-viðhorfs yngstu kynslóðarinnar — hafi áhrif á þróun í átt frá viðamiklu formi skáld- sögunnar, nær þrengra og hárfínna forrni smáþáttar og Ijóðs. — En þetta, sem ég segi hér, er aðeins hugleiðing mín þá stundina sem ég er að skrifa það; enganveginn niðurstaða sem ég leyfi mér að leggja fram sem staðhæfingu. — Og, eins og áður er sagt: ágaúi einnar listgreinar þarf ekki að vera undir höfðatölu listamanna komið. Islenzk skáldsagnagerð gæti þess vegna haldið sínum virðingarsessi og verið í áframhaldandi vexti, þótt aðeins einn einasti ísl. höfundur legði stund á hana — aðeins ef sá hinn eini hefði hæfileika, tækifæri og manndóm til að standa í stöðu sinni. Þessar hugleiðingar rnínar eru nú orðnar miklu fyrirferðarmeiri á pappírnum en ég ætlaði mér upphaflega, og bezt að láta staðar numið. Eg finn enn betur en áður, hve efnið er í rauninni yfirgripsmikið og ekki vinnandi vegur að ætla að gera því nein veruleg skil í einni stuttri grein. Hér verður því ekki minnzt á ýmsa tímabæra hluti í þessu samhengi — eins og t. d. íslenzka bókmenntagagnrýni fyrr og nú, félagsmál höfunda, launamál þeirra og þjóðfélagslega aðstöðu, viðhorf Jreirra til lesenda — og lesendanna til þeirra —, né heldur á þá „sögu“ sem liggur t. d. að baki þessa greinarkorns. En það er óneitanlega saga út af fyrir sig, og verður kannski sögð síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.