Árbók skálda - 01.12.1958, Page 25

Árbók skálda - 01.12.1958, Page 25
23 aðeins eina skáldsögu og óvíst er hvort halda áfram við þá grein skáld- skapar. En hvað á maður að leyfa sér að álykta af þessu? Að áhugi á skáld- sagnagerð sé að minnka meðal ungra höfunda á Islandi? Að yngstu rit- höfundar oklcar séu ekki gæddir þeim episka sans, sem beinlínis hvetur til söguritunar? Að subjectiv lífsskoðun og visst tilfinningalegt „undan- hald“ sé að sljóvga skyn þeirra á möguleika prósans — t. d. vegna dýrkun- ar á ljóðinu „Ijósins vegna“? Eða að ungir menn veigri sér við að leggja út í það „stórræði“ sem skáldsöguformið einatt er? Eg held ekki; og vona að svo sé ekki. Samt má vel vera, að eirðarleysi, rótleysi, öryggisskort- ur og hugsjóna-uppflosnun eftirstríðsáranna — auk gerbreytts sögu-viðhorfs yngstu kynslóðarinnar — hafi áhrif á þróun í átt frá viðamiklu formi skáld- sögunnar, nær þrengra og hárfínna forrni smáþáttar og Ijóðs. — En þetta, sem ég segi hér, er aðeins hugleiðing mín þá stundina sem ég er að skrifa það; enganveginn niðurstaða sem ég leyfi mér að leggja fram sem staðhæfingu. — Og, eins og áður er sagt: ágaúi einnar listgreinar þarf ekki að vera undir höfðatölu listamanna komið. Islenzk skáldsagnagerð gæti þess vegna haldið sínum virðingarsessi og verið í áframhaldandi vexti, þótt aðeins einn einasti ísl. höfundur legði stund á hana — aðeins ef sá hinn eini hefði hæfileika, tækifæri og manndóm til að standa í stöðu sinni. Þessar hugleiðingar rnínar eru nú orðnar miklu fyrirferðarmeiri á pappírnum en ég ætlaði mér upphaflega, og bezt að láta staðar numið. Eg finn enn betur en áður, hve efnið er í rauninni yfirgripsmikið og ekki vinnandi vegur að ætla að gera því nein veruleg skil í einni stuttri grein. Hér verður því ekki minnzt á ýmsa tímabæra hluti í þessu samhengi — eins og t. d. íslenzka bókmenntagagnrýni fyrr og nú, félagsmál höfunda, launamál þeirra og þjóðfélagslega aðstöðu, viðhorf Jreirra til lesenda — og lesendanna til þeirra —, né heldur á þá „sögu“ sem liggur t. d. að baki þessa greinarkorns. En það er óneitanlega saga út af fyrir sig, og verður kannski sögð síðar.

x

Árbók skálda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.