Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 56

Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 56
En andblær lífsins kom óboðinn, fór snöggum gusti um gleraðan flötinn, mölvaði spegilinn svo myndin afskræmdist og draumurinn dó. Eg, Narkissos, dó á samri stund með draumi mínum. Úr rústum draumsins reis mynd þín: líkaminn lostinn ljúfri gleymsku hins lævísa svefns. Þá reis ég upp með önnur augu og kom með vilja að vekja þig til mín svefnstungna rós. Viltu vaka með mér og þjást, Þyrnirós? Einsog lesandinn sér er þetta litla ljóð ofið úr tveimur fjarskyldum þjóðsögum eða ævintvrum, sem hvort um sig túlka mikinn sannleik. Sagan um Þyrnirós er svo vel þekkt, að óþarft er að fjölyrða um hana. Sagan um Narkissos mun hinsvegar vera rninna þekkt hérlendis, þó hún lrafi orðið mörgum erlendum skáldum yrkisefni. Sögnin um Narkissos er forngrísk. 1 rauninni er um að ræða tvær sagnir. Onnur segir frá fádæma fögru blómi sem Seifur skóp til að hjálpa bróður sínum í undirheimum að ná á vald sitt hinni undurfögru Persefóní, dóttur Dímítru gyðju jarðargróðans. Þegar stúlkan kom auga á hina fögru jurt rétti hún út höndina eftir hermi, en í sömn andrá opnaðist jörðin og blakkur ökumaður hreif hana til sín og hafði hana með sér til undir- heima. Hin sögnin er þekktari. Pilturinn Narkissos var svo undrafagur að allar meyjar, sem litu hann augurn, þráðu hann í vöku og draumi, en lrann virti enga þeirra viðlits. Jafnvel íkkó (bergmál), sem var fegurst allra dísa, tókst ekki að vekja eftirtekt hans. Fyrir bænir meyjanna vonsviknu kom Nemesis (réttlát reiði) til sögunnar og lagði það á hann, að hann gæti aldrei elskað neinn neina sjálfan sig, úrþví hann vildi ekki elska aðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.