Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 32

Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 32
30 láni; sumir skila arði með tímanum, aðrir heltast úr lestinni og skilja eftir sig tap. Þess vegna eru flestir höfundar sanmingsbundnir forlögum sínum, ef ekki skriflega, þá siðferðilega, og fagnaðarboðskapur Menningar- sjóðs á afmælinu er þar af leiðandi, þveröfugt við tilgang Ahnenna bókafé- lagsins, bitjárn reitt að þessum heiðarlegum böndum, en óvíst hvernig bítur, þess vegna hætt við að miðlungsverk eftir viðvaning hljóti hæstu bók- menntaverðlaun á íslandi fyrr og síðar, og er þá uppskeran líka hér eins og til er sáð. Myndarlegur virðingarvottur í garð nútímabókmennta engu að síður, en því miður ekki réttvísandi í garð samningsbundinna höfunda og for- laga sem ekki hafa fé ríkissjóðs á bak við sig og geta ekki keppt við Menn- ingarsjóð í þessu tilliti. Ekki þarf að efa að tilgangurinn er heill, en stórmannlegri tilhögun hefði það verið og heiðarleg að auki, að Menningarsjóður gæti út handritið handa félagsmönnum sínum, en forlag höfundar, ef eitthvert væri, gæfi út til sölu á almennum markaði. Ríkisvaldið hefur svo nýverið stórhækkað tolla á vörum til bóka- gerðar, en erlendar bækur eru lágtollaðar og efni til sorpritaframleiðslu er í lægsta tollflokki, sama flokki og dagblöðin, kaldhæðnisleg staðreynd, en ekki tilviljun; skýringuna vita allir. Ég kem ekki víðar við í þessum efnum. Og enginn skilji þennan samtíning minn svo, að ég haldi neinn þeirra manna sem ráðskast með skólamál og önnur menningarmál í landinu, fant — eða þaðan af verra. Sennilega vilja þeir allir vel. Eg hef reyndar ekki haft kynni af neinum þeirra, nema einum, og þau örlítil, en mjög velviljuð í það eina sinn sem ég hef leitað til hans um fyrirgreiðslu. Og þannig eru þeir margir gerðir, en hinir margfalt fleiri sem skortir tilfinnanlega hæfni til að stjórna þess- um mikilvægasta þætti þjóðlífsins: menningarmálunum, en í krafti höfða- tölureglunnar ráða þeir í aðalatriðum gangi þessara mála. Það getur verið gagnlegt og réttmætt að deila á þennan eða hinn manninn sem situr í háu embætti á háum launum og er dragbítur á góð og sjálfsögð málefni eða nýjungar í verkahring sínum, og reyna þannig að spana almenningsálitið til stuðnings við ákveðinn málstað, en það er hæpið að ásaka neinn einstakan. Ef hægt er að tala um sekt, og það dreg ég í efa, þá er heildin sek. Það otar hver sínum tota og hver er sjálfum sér næstur. Aðeins örfáir hugsjónamenn setja hag heildarinnar ofar eigin hagsmunum og þægindum. Almenningsálitið, mórölsk reisn, vit og vilji heildarinnar, stýrir á hverjum tíma gerðum embættismanna og ríkisvalds og ákvarðar hversu langt þessir aðilar mega ganga í slóðaskap, mis- ferli eða valdníðslu. Og almenningsálitið hér heima er mjög rúmt og umburðarlynt og seinvakið til reiði. Og slíkt umburðarlyndi er réttmætt og mannúðlegt — að vissu marki, því lengi skal manninn reyna. En ef það hendir í sveit að vinnumaður reynist óhæfur til vandasamra verka, segjum tamningu hrossa, þá segir bóndi: Eg vil ekki að þú eyðileggir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.