Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 35

Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 35
33 sem með erfðastofnum, stöðu foreldra, þjóðfélagsháttum og uppeldis- áhrifum, ákvarðar líf mannsins og gerðir, gengi hans eða niðurlæginu og allt þar á milli. Við erfðastofnana fáum við ráðið seinna með kynbótum og getum þannig skákað — þótt við vinnum aldrei taflið til fulls — hinu grimma lögmáli tilviljunarinnar sem drottnar einrátt yfir ríki dýranna og að verulegu leyti yfir ríki mannanna, en uppeldisáhrifin og þar með þjóð- félagshætti næstu kynslóðar og nálæga framtíð Islands getur þjóðin strax mótað að vild eins og leir í lófa, og á þeirri viðleytni veltur, hvort manndómsár næstu kynslóðar og elli þeirra sem nú lifa verður rík eða snauð þennan örstutta tíma sem líður milli þess að menn fæðast í heim- inn og þangað til líkami þeirra brestur eins og fluga í eldi. Þetta blessast allt! er viðkvæði þeirra lífsreyndu. Og lífsreyndir eru þeir, en fyrst og fremst þreyttir, og viðkvæðið er hugtakaruglingur. Það blessast ekki, heldur draslar það frá ári til árs, þúsundum manna til tjóns og þjóðinni um leið. Og það heldur áfram að drasla og drasla þangað til skipulagi barnafræðslunnar hefur verið umturnað og tekin upp á því sviði vísindaleg stjórn sem jafngildir a. m. k. þeirri sem lögð er í ræktun hænsna, en það verður ekki nema þau sannindi nái almennri útbreiðslu, að börn ala hvort annað upp sjálf að verulegu leyti, en skólarnir ráða hins vegar yfir stærsta möguleikanum til að móta skapgerð, lífsviðhorf og tómstundaiðju barnanna; fæst heimili hafa þar úrslitaáhrif og ekki við öðru að búast, heimilin eru í seinni tíð orðin lítið meira en mat- og svefn- staður unglinganna. En þegar byrjað verður að fullnýta möguleika skól- anna, rækta skipulega það göfugasta í barnssálinni og efla þá manngildis- hugsjón fornbókmenntanna og þann rismikla anda heiðins siðar sem þrátt íyrir allt er enn ríkari í hugsunarhætti Islendinga heldur en frændþjóð- anna, þá kemur allt hitt á eftir, bættir þjóðfélagshættir (þ. á. m. almennur áhugi á nútímaritlistinni sem ritgerðin átti að fjalla um!), öll þau frjómögn sem blunda í þjóðdjúpinu, í einni setningu sagt: allt það sem getur komið. Og börnin, þessir hugmyndaríku pottormar með vasana fulla af alls konar dóti og þessar blómlegu hnátur sem geta dáðst að óhreinni tusku ef hún er bara nógu falleg á litinn, þau hlakka þá til að fara í skól- ana og- útskrifast um síðir jafnskennntileg og jafnopin fyrir fegurð eins og þau voru þegar þau hófu námið, en ekki með hryggskekkju og meira og minna brenglað skyn á listir og standa ekki lengur frannni fyrir skemmtilegum litaleik og flissa af því að myndin er ekki af hesti, nauti eða kú. Og yfirstjórn skólamálanna kann þá skil á því eins og margföld- unartöflunni, að sálarlífið er kraftur sein leitar út, óbeizlaður í skellinöðru- djöfulgangi, lífshættulegum bílaakstri eða drykkjuskap, en beizlaður í heilsusamlegri tjáningu í alls konar listum. Og þess vegna kunna öll þessi börn að leika á eitthvert hljóðfæri og þá hefst söngurinn og skáldskapur- inn aftur til vegs og almennrar virðingar á íslandi. Þriðja hvern skóladag verður ítroðsla í venjulegum skilningi lögð á hilluna og dagurinn helgaður alhliða skólun í fögrum lífsháttum. Kemur þá ungviðið saman í reisu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.