Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 19

Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 19
17 2. Vinnubrögð höfunda, listræn áhugamál, viðhorf til ritlistar samtíð- arinnar, fyrirmynda, stefnu og framtíðarþróunar — allt er þetta svo individuelt, að ógerningur er að gefa nokkurt svar, sem ekki verði háð persónulegri afstöðu einvörðungu. Kannski er ekkert þessara atriða jafn einstaklingsbundið og einmitt það sem ég nefndi fyrst, vinnubrögðin. Þar hefur hver sína sögu að segja, ef vill. Og ekki aðeins það: Mín eigin reynsla er jafnvel sú, að við þær fjórar skáldsögur, sem ég hef lokið við til birtingar, hef ég liaft ólík vinnu- brögð við hverja og eina um sig; kringumstæðurnar og tildrög hafa valdið því. Sem sagt: ég gæti fyrir mitt leyti ekki bent á nein alhlít og ídeal vinnubrögð við samningu skáldverks; ekki fyrir sjálfan mig, hvað þá fyrir aðra. Sömu sögu hafa auðvitað fjölmargir aðrir höfundar að segja. — Lengi fram eftir hefði ég ekki trúað því, þótt mér hefði verið sagt það, að höfundi væri ekki undantekningarlaust ljóst hvaða form hann ætlaði að velja ritverki sínu; hvort hann ætlaði sér t. d. að hafa það skáldsögu eða leikrit. Fyrr en mig varði fékk ég þó sjálfur óvænta reynslu í því efni. Kvöld eitt fyrir tæpum áratug var ég staddur í billjard-knæpu við Vesturgötu — og fékk þar hugmynd að smásögu. Þegar ég tók til. við að skrifa söguna, óx hún smám saman út fyrir ramma sinn, án þess ég fengi við það ráðið. Fyrst í stað reyndi ég að halda mér fast við uppruna- lega ætlun mína — að skrifa smásögu — en þegar öll kurl komu til grafar vissi ég ekki fyrr til en ég var búinn að skrifa nóvellettu, sem síðar kom út undir nafninu „Vögguvísa". Ekki aðeins formið var nokkurnveginn gerbreytt frá því sem ég hafði hugsað mér í fyrstu, heldur var frum- hugmyridin nánast orðin að aukaatriði þegar sögunni lauk. Dæmi allmjög gagnstætt get ég einnig nefnt: Ég eyddi heilum vetri úti í London fyrir átta árum við að hripa upp þriggja þátta leikrit. Um vorið, þegar ætla mætti ég hefði tekið mig til og hreinritað það, komst ég að þeirri niðurstöðu að betur myndi fara á því að tjá meiningu mína í smásögu. Ég dró saman allt það, sem ég hafði áður teygt upp í leikrit — og útkoman varð miðlungslöng smásaga, sem ég var stórum ánægðari með en leikrits-uppkastið, endaþótt hún sé óbirt enn. Til ku vera forskriftabækur í samning ritgerða, smásagna, skáldsagna, leikrita og jafnvel ljóða. Má vera að rithöfunda-efnum í milljónalöndum, sem hafa þá ambísjón að verða metsöluhöfundar, geti komið slíkar bækur að gagni. En þess vegna get ég þeirra hér, að ég fæ ekki skilið að til séu hæpnari kennslubækur en einmitt skruddur af slíku tagi. Ég leyfi mér nefnilega að halda því fram, að ekki sé hægt að kenna höfundum vinnu- brögð — nema kannski fyrrnefndum metsöluhöfundum. Kemur þar margt til. (Mér er þessa stundina ekki örgrant um, að t. d. breyttir tímar krefjist hverju sinni ólíkra vinnubragða. — Hraði. Hávaði. Tækni. Ég nefni einnig sem dæmi tilkomu lindarpenna og ritvélar. Það er svo anzans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.