Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 23

Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 23
21 fyrir öllum hennar mikla bókmennta-arfi — heyrir til liðinni tíð. Og ánægju- leg er sú staðreynd, að það gerist á sama tíma og umheimurinn er fyrst að átta sig á því, að íslenzk list exísterar, bæði forn og ný. Hvað samtímann snertir, í þröngri merkingu orðsins, býst ég við að íslenzkar bókmenntir séu að komast á tímamót. Ymsum kann að virð- ast þetta hæpin staðhæfing; en athugum það nánar. Við megum ekki láta það villa okkur sýn, að undanfarna áratugi höfum við eignazt fleiri en eitt skáld á heimsmælikvarða. Þar með er kannski náð hápunkti vissrar þróunar. En lögmálið sannar, að slíkir punkt- ar eru engir endapunktar. Ný þróun hefst, ekki hvað sízt nú: á þröskuldi tímaskila í heimssögunni; það er óumflýjanlegt. Slíkt hefur einnig verið ófrávíkjanleg staðreynd á öllum fyrri tímum. Stöðnun í listum er raun- verulega ekki til. Og hér er ég kominn að loka-atriði þessa handahófslega spjalls; því atriði sem er í senn skemmtilegast og eri'iðast að velta fyrir sér: framtíð íslenzkra bókmennta. G. Þegar ég segist vera bjartsýnn varðandi framtíð íslenzkra bókmennta, renna fleiri en ein stoð undir þá skoðun. Efnahagsafkoma þjóðarinnar á að geta orðið þannig í framtíðinni, að hún verði listum í landinu lyfti- stöng en ekki fjötur um fót. Aukin almenn menntun og nauðsynleg sér- menntun listamanna er að verða æ algengari og hlýtur að verða það í framtíðinni, ef við eigum að kallast menningarþjóð. Auk þess kemur enn eitt til, sem út af fyrir sig þarfnast e. t. v. nánari greinargerðar en unnt er að færa hér fram: að sérvizkulaust, ómóralsbundið, vísindalegt — og mér liggur við að segja „óskáldlegt“ — viðhorf nútíma- og framtíðar- mannsins, manns kjarnorku-aldar, sem enn er rétt í byrjun, það er að mínu viti það sem koma skal — einmitt í listum. Ekki hvað sízt þess vegna ættum við að fara varlega í það að dæma á einn veg eða annan listir samtíðar okkar, sbr. það sem ég minntist á áðan. Eða hvað munu menn eftir eina eða tvær aldir segja um okkur, sem erum menn þátta- skila, millibilsástands, tvískipts heims, margskiptrar menningar, botnlausr- ar óvissu á svotil öllum sviðum? Eg leyfi mér ekki að gizka á það. Eg get þó ekki stillt mig um að segja það hér — sem ég get reyndar ekki rökstutt nánar í spjalli sem þessu — að þær bókmenntir, sem ég þekki til í heiminum í dag (og á ég samt við það bezta úr þeim), tel ég allt að því eftirbát hvað hugsun og viðhorf snertir í samjöfnuði við þann árangur sem vísindi og tækni hafa náð á sínum sviðum. Bókmenntirnar eru orðnar eftirbátur á rökhyggjuöld, öld vísinda, ábyrgðartilfinningar, minnkandi fjarlægða, vaxandi alþjóðahyggju og stöðugt aukinnar fjöl- breytni á öllum sviðum. Segja má, að í rauninni sé enginn atómskáld- skapur enn kominn fram. Enda er slíks varla von. Það væri meira en lítið undarlegt, ef atómöldin væri þegar á fyrstu árunum búin að eignast sinn Joyce. Við erum enn að burðast með ógagnrýndan móral kristindóms
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.