Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 51

Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 51
49 Við getum ekki lýst húsi sem við höfum ekki séð. En við getum hugsað okkur hús, og við getum jafnvel teiknað það — og lýst því svo. Rithöfundurinn verður að finna persónum sínum form, skapgerð og eiginleika, en hann má ekki stjórna þeim eins og blindur harðstjóri. Að- staða, atburðir og annarra gerðir verða að breyta þeim og laga á ýmsa vegu. Ef við erum að tafli, þá ákveðum við ekki í upphafi: með þessu peði vek ég upp drottningu og með þessum riddara máta ég andstæðing- inn í 50. leik. Þetta hlýtur allt að fara eftir leik mótherjans og hafa sinn gang. „I upphafi skyldi endirinn skoða, áður en maður fer sér að voða.“ Mér virðist það mjög nauðsynlegt að lmgsa sögusviðið og allar per- sónur, áður en maður skrifar söguna, og vita upp á hár hver endirinn verður. Ég bvrja kannski sögu af góðum manni, sem aldrei má vamm sitt vita í neinu. En ég get ekki rekið hann áfram til söguloka, framhjá öllum freistingum og öðrum persónum. Heldur getur hæglega farið svo, að góði maðurinn endi sem misindismaður, — og sá, sem er í upphafi misindis- maður, frelsist fyrir sitt endadægur. Ég get aldrei skrifað smásögu (en við þá grein hef ég einna mest fengizt) án þess að vera búinn að hugsa efni hennar í smáatriðum frá upphafi til enda, og oftast er ég búinn að ganga með sögupersónurnar lengi — oft lengur en í níu mánuði! Eg dreg það í lengstu lög að skrifa, og geri það ekki fyrr en ég má til. Sama máli gegnir um Ijóðið. Eg hef ekki gaman af að skrifa til að skrifa (löngu hættur því), en mér Hður vel þegar ég hef lokið ii]ipkasti að sögu eða Ijóði, sem ég lief ástæðu til að ætla að ekki hafi mistekizt með öllu. Venjulegast skrifa ég uppkastið á skömmum tíma, og vil helzt ekki stoppa við. Síðan get ég dundað við að endurskrifa og lagfæra stíl og smáatriði tímunum saman. Höfundurinn dæmir ekki verk sitt opinberlega og á ekki að gera það, en því meiri nauðsyn er á því, að hann dæmi það á meðan það er ennþá hans einkaeign. Ég er ekki ánægður þó ég segi sjálfur að verk mitt sé gott (sem það ekki er). Glaður verð ég þá fyrst, þegar það er viðurkennt ef ein- hverjum, sem ég veit að talar af einlægni, sama hvort það eru leikir eða lærðir. Það er mikið deilt um stefnur og form á sviði lista, ekki sízt ljóð- listar. Það er þó mín meining, að slíkt hljóti alltaf að teljast fremur til aukaatriða. Ein stefna í listtjáningu er vart annari fremri, eða verður það ekki nema fyrir andlegt ágæti höfundarins, sem tjáir sig í verkinu. Ljóð verða aldrei ágæt fyrir stefnur eða form ein saman, heldur vegna inni- haldsins, þess, sem er á bak við búninginn. Hitt ber að viðurkenna, að formið eða búningurinn þarf að falla vel að efninu. Því, að eins og „fötin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.