Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 43
41
fyrstur manna á íslenzku undir sonnettuhætti, en hvað er óíslenzkulegra
en þessi ítalski háttur? Erlend áhrif í íslenzkum bókmenntum eru þoluð
af tveim ástæðum: annars vegar af því, að þau eru aðlöguð íslenzkri
hugsun, og hins vegar af því, að lesendur eru orðnir vanir þeim og veita
þeim ekki eftirtekt fyrir fáfræði sakir. En umburðarlyndi þetta virðist
ekki ná til yngri samtímaskálda. Islenzk skáld, sem láta sér ekki nægja
hinn fornbýla, þjóðlega skóla og sækja menntun og fyrirmyndir til lifandi,
erlendra meistara, verða fyrir sífelldu aðkasti, þegar bezt lætur, en annars
eru þau myrt með miskunnarlausri þögn. Islenzk skáld geta ekki enda-
laust látið sér nægja Heine og Schiller og aðra fvrri meistra að íyrirmynd-
um. Þeim er eðlilegt og ber raunar skylda til að kynnast helztu skáldum
samtíðarinnar. Ekkert er eðlilegra en þau sæki hugmyndir til skáldanna
llilkes og T. S. Eliots eða höfundanna Hemingways, Faulkners eða Mill-
ers. Því að skáld eru ekki einungis höfundar, þau eru nemendur, „studiosi
perpetui“ í orðsins sönnustu merkingu. Ekkert skáld þarf að skammast
sín fyrir meistara sína eða fyrirmyndir, og allra sízt af þjóðernislegum
ástæðum. Það, sem mestu máli skiptir, er verkið sjálft, því að ekki
verður spurt, hvar námið var stundað, heldur hver árangurinn varð.
Skáld geta ekki komizt hjá því að birta á einhvern hátt þá geysilegu
byltingu, sem orðið hefur í mannlegu þjóðfélagi þessa öld, og ekki sízt
þá breytingu, sem afstaða manna hefur tekið til hennar. Þetta hefur
Laxness gert, og í rauninni má segja, að „Gerpla“ sé þjóðfélagsbylting
í siálfri sér.
En ekki hlýðir að hvika frá efninu. Lesendur hafa fullan rétt á að
krefjast þess af skáldum, að þau geri grein fyrir því, hvað þau séu að
gera, hvert stefni, hvers vegna þau krefji sér hljóðs af eldri lesendum,
sem eiga gnægð ólesinna bóka í skrautbandi, nógan lestrarforða til ævi-
loka. Skáld verða ávallt að vera sér þess fyllilega meðvitandi, að þau bera
mikla ábyrgð fyrir lesendum, og svör við slíkum spurningum eiga þau
að hafa á reiðum höndum. Mér er skapi næst að skýra tilgang okkar
á þann veg, að við séum að reyna að kynna öðrum dýrmæta reynslu,
sem knýr okkur til að gera það á þann hátt, sem við yrkjum. Eins og ég
sagði fyrr, þá er engin málamiðlun til í list, hvorki milli skáldsins og
lesendans, né skáldsins og verka hans. Allt lýtur miskunnarlausum lögum,
sem ein ráða öllum hug listamannsins, skáldið er þræll heimsins.
Eitt er sívakandi vandamál skálda: hvernig þau eigi að kynna öðrum
reynslu sína. Evrópsk samtímaskáld þykja mörg myrk og torskilin, og þess
finnast dæmi með íslenzkum skáldum, að lesendum þeirra gangi illa að
skilja þau til neinnar viðunandi hlítar. Hér konium við að örðugleikum,
sem enginn getur vanrækt, hvorki skáld né lesandi. En um þetta verð ég
að fara nokkrmn orðum, svo að betur skýrist, hvað hér er á seyði. Annars
vegar er um að ræða síhrörnandi kunnáttu manna í tungunni og hins
vegar þrotlausa leit skáldsins að nýjum hugmyndasamstæðum. Þetta eru
andstæð öfl, sem bæði stuðla að rénandi skilningi manna á skáldskap
samtíðarinnar. Við skulum hyggja nánar að einu atriði: Fjöldamörg orða-