Árbók skálda - 01.12.1958, Side 48

Árbók skálda - 01.12.1958, Side 48
46 hægt er að segja á þann eina rétta hátt. Stundum dettur mér í hug að svokölluð ljóð mín gegni aðeins því hlutverki „að fara í taugamar“ á þeim ljóðelsku Islendingum sem hafa aldrei opnað kvæðabók. Þá hefur mér einnig dottið í hug að ekkert vekti fyrir mér annað en gefa svonefnd- um litterötum tækifæri til að sýna yfirburði sína í bókmenntagagnrýni. Og stundum hefur jafnvel hvarflað að mér að ég skrifaði ljóð mín í því skyni einu að verða, ef ekki heimsfrægur þá aðminnstakosti þjóðfrægur. Loks hefur mér svo dottið í hug að ég væri skáld, ekki mikið skáld, o-nei það hef ég aldrei sagt, enda jafnfjarstætt og ef heilagur andi kæmi yfir frétta- stofu útvarpsins. Orlögin hafa líka liagað því svo að það heíur vart flökrað að neinum öðrum, nema ef vera skyldi vini mínum Pétri Ottesen: Eg held þú sért bara ekkert verra skáld en hann Jón á Akri, sagði hann við mig ekki alls fyrir löngu. — En svo komið þið eins og englar af himn- um sendir og gefið mér tækifæri til að sannfæra landslýð um skáldskapar- hæfileika mína. Það er drengilega gert. En ég verð samt að þakka gott boð og láta þar við sitja. Ég hef nefnilega engan áhtiga á því að afsaka getuleysi mitt með gáfnaskorti almennings. Og ég hef alls engan áhuga á því að nefnast skáld á nútímaíslenzku. Það orð hefur glatað sinni upp- runalegu fegurð og merkir einna lielzt. í minni vitund: vikapiltur — ef ekki fyrir sjálfan sig þá einhverja pólitíska ofstækisstefnu eða eitthvað ennþá ómerkilegra. Svo djúpt erum við sokknir, svo langt erum við leiddir í þessari grimmu veröld haturs og bræðravíga að fegursta orð tungunnar er eins og umskiptingur í gamalli þjóðsögu. Og samt verður gaman að gefa út nýja bók og vera kallaður atóm- skáld. I viðtali sem Valtýr Stefánsson átti einhverju sinni við Halldór Laxness kemst hann m. a. svo að orði: „Þannig heldur hann (Laxness) áfram að skrifa ár eftir ár, hvort sem samferðafólki hans líkar betur eða verr, og þeir, sem líkar illa við hann í dag, eru vísir til að dást að honum á morgun, en vinir snúa við honum bakinu. Slíkt kemur honum ekki lifandi vitund við, því að hann er sjálfur ein af sögupersónunum og getur, eins og þær, tekið upp á öllum fjandanum“. — Af þessum orðum geta ungu skáldin margt lært. Þau eiga að láta lofsöng góðra vina sem vind um eyru þjóta, ekki síður en gagnrýni vondra manna, og minnast þeirra orða Eliots sem hér eru tilfærð að framan. Þau mega einnig minnast þess, að þegar þau eru ofsótt af mestri grimmd, gegna þau mikilvægustu hlut- verki: Á einhverjum verður vonzka samtíðarinnar að bitna. Með einhverju móti verða leiðindapúkarnir að fá útrás.

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.