Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 18

Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 18
16 og ekki í sveit, og ekki í neitt það starf ótilneyddur sem ég tel mig ekki hafa hæfileika til að leysa af hendi — starf, sem myndi á hinn bóginn hefta frelsi mitt til að vinna þegar ég finn löngun og þörf til. Eg held ég sé ekki latari en gerist og gengur; en hér er svar mitt í eitt skipti fyrir öll. Og í því svari er síðari spurningunni gerð skil jafnframt. Því að: af sjálfu leiðir, að maður kynnist ólíkum atvinnu- og þjóðfélagsháttum ekki með því fyrst og fremst að kássast upp á annarra jússur — eða beygja sig að óþörfu undir ok nauðungarvinnu og kasta þarmeð listgrein sinni að meiru eða minna leyti fyrir róða; ellegar með því að gerast rótlaus og fara úr einni starfsgrein í aðra til þess að geta sem bezt „kynnzt þjóðlííinu“. Nei. Rithöfundur gegnir þeim mun betur köllun sinni sem hann forðast að svíkja hana á þann hátt ótilneyddur. Hitt er annað mál, að rithöf- undur getur t. d. skroppið í vegavinnu eða uppskipun sér til skemmtunar, eins og ég gerði sumar eftir sumar þegar ég var innan við tvítugt. (Þeim sem ekki vita skal hér bent á eitt; nefnilega það, að einn meginhæfileiki góðs rithöfundar er innlifunin, það að geta lifað sig inn í kringumstæður, thna, skapgerðir, jafnvel kyn, sem ekki tilheyrir honum sjálfum. — Kostir góðs höfundar eru öðrum fremur þessir, sameinaðir: Innlifun, þekking, yfirsýn, hugmvndaflug, tækni, dugnaður. Ekki þarf að fara í meiriháttar bókmenntir til að sannfærast um, að svotil hver ein- asti höfundur er að meiru eða minna leyti gæddur frumatriðinu, innlifun- inni. Um tjáningarhæfnina, sem er undir hinum atriðunum komin, gegnir að vísu öðru máli og má segja, að þetta sé utan ramma þessa spjalls.) Þeir höfundar, sem framleitt hafa eitthvað listrænt jöfnum höndum með líkamlegu brauðstriti eða við hverskyns óblíð kjör, hafa ekki áorkað neinu góðu vegna þess arna, heldur þrátt jyrir það. Segja má, að það gangi kraftaverki næst hverju sumir þeirra hafa komið í kring. En það er aðeins dæmi um seigluna í mannskepnunni; ekki um vísdómslega ráð- stöfun guðs eða manna. Af framansögðu mætti vera ljóst, að rithöfundi er síður en svo nauð- synlegt að vera nokkurri einni eða fleiri stéttum þjóðlelagsins háður á kostnað starfs síns til að „kynnast þjóðlífinu“. Opin augu, plús marg- háttuð sambönd við þjóðlífið allt — það er lionum hinsvegar megin- nauðsyn. Og þetta fæst og gerist með daglegum og óumflýjanlegum sam- skiptum lians við fólk, þekkingu á landinu og sögu þess, því sem er að gerast á vettvangi þjóðmálanna hverju sinni, að ógleymdum kynn- um af öðrum þjóðum — til að fá perspektiv. Hafa má einnig í huga gamalt viturlegt orðtæki, sem segir: Glöggt er gestsaugað. Dæmið má nefnilega setja upp þannig, að of náin kynni af umhverfi, starfsgrein — eða hverju sem er — geti blindað sýn mannsins og ferskt mat á fyrirbærunum. (Til marks um það er sú tilkippilega staðreynd, að jafnvel beztu höfundum getur tekizt mjög óhönduglega eimnitt þegar þeir ætla að lýsa eigin persónu, og er þó stundum sagt að hverjum sé hægast að líta í eigin barm.) Læt ég þetta nægja um þau atriði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.