Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 21

Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 21
19 þessu sé líka öfugt farið, að vissu leyti. Það má áreiðanlega sanna með mælsku og klókindum — einskonar þrætubókaraðferð — að list sé aldrei réttilegar dæmd en einmitt af samtíð sinni; en það er ekki alhlítt sjónarmið fyrir inig. Ég get t. d. ómögulega sætt mig við það, að samtíðarmenn Joh. Sebastians Bachs skyldu hafa lakari vit-á skapandi list hans en við á 20. öld; þeir viðurkenndu hann sem vel-dugandi organista, meira ekki. Svipuðu máli gegnir um fjölda annarra listamanna. EI Greco, Melville; upp- talning er óþörf.) Og ekki aðeins einstakir listamenn eða vissar greinar lista geta verið meira og minna í þoku fyrir samtíð sinni, heldur gegnir oft og ein- att sama máli um jafn obectivt þenkjandi aðila og vísindamenn; viðhorf þeirra til ýmissa íyrirbæra innan vísindanna, endaþótt margt hafi breytzt með minnkandi hjátrú og ískaldri raunhæfri afstöðu. Það sem ég vildi sagt hafa er þetta: Við skulum fara varlega í það að dæma samtíð okkar. Gleymum ekki, að þeir listamenn hafa verið og eru til, sem að vísu lifa og hrærast í samtíma sínum, taka yrkisefni sín úr honum og hljóta að deyja sínum líkamlega dauða í honum, — en eru þó svo tíma- lega yfirgripsmiklir, að list þeirra á uppruna sinn í órafirrð mannsögu- legrar frumbernsku jafnframt því sem hún er Iífvænleg um allan aldur eftir þeirra dag. Slíka inenn og list þeirra kennum við við ldassík. Hitt er þó ærið oft, að einmitt þessir menn og verk þeirra eru meira og minna vanmetin, jafnvel óþekkt, á meðan „samtíminn“ var að þurrka stírurnar úr augunum — til þess sjálfur að hverfa í gleymskusvefn aldanna. Kannski voru mennirnir ekki nógu heiðarlega móralskir samfélagsborgarar á þeim tíma og í því umhverfi, sem þeir lifðu og hrærðust í (!!). En, þrátt fvrir allt þetta: Við leyfum okkur að hafa skoðanir og viðhorf til lista samtímans. Við segjum, t. d., að Picasso sé mikil; jafn- vel mestur allra listmálara á fyrra helmingi 20. aldar e. O. — En getur það ekki alveg eins verið einhver lítt-metinn eða jafnvel með öllu óþekkt- ur málari, sem dreginn verður fram úr skúmaskotum og seldur fyrir morð fjár árið 2958? (ef það ár skyldi einhverntíma renna yíir vestræna menn- ingu) — Þetta er sosum nógu sniðug spurning, nógu auðveldur útúr- snúningur, segir einhver. En — má líka vera að þetta sé alls ekki sniðugt . . . eða örlítið meira en sniðugt. Og samskonar spurninga má spyrja varðandi allar tegundir lista. Því að mælikvarðinn er ekki aðeins sá, hvort verkið þykir gott á meðan höfundur þess er ofanjarðar, — heldur hitt, livort það á erindi í þróun listarinnar; hvort það lifir; lifir og stenzt löngu eítir að menn eru jafnvel búnir að gleyma nafni höfundarins. Hvað list samtíðarinnar snertir, ættum við þó öll að geta verið sam- mála um eitt: að hún ein nægir okkur ekki. Hversu fullkomin og góð sem hún kann að vera — það bezta í henni —, og hversu opnir og einlægir sem við erum í viðleitni okkar til að skilja hana og njóta hennar, og hvað sem við kunnum jafnvel að setja hana ofar eldri list á ýmsan hátt, þá er hún enganvegin einhlít til að fullnægja okkur. Við beinlínis þurfum að leita aftur í tímann, misjafnlega langt hverja stundina, til þess einatt að hvíla okkur frá nútímanum; eða beinlínis vegna þess að gott listaverk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.