Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 49

Árbók skálda - 01.12.1958, Blaðsíða 49
Rósberg G. Snædal: Fdein orð t fullri meiningu Það er ort og skrifað meira en nóg á íslandi í dag. íslenzkir rithöfundar eru fjölmennir, en þjóðin fámenn. Eins og nú standa sakir er offramleiðsla í skáldskap og bókagerð, og af þeim sökum skapast ýmisleg annarleg og hættuleg viðhorf, bæði hjá skáldinu og almenningi. Sumir framleiðend- anna fleyta sér á magninu, þ. e. reyna að hafa svo mikið í veltunni, að þess hljóti að gæta manna á meðal og á markaðinum, en aðrir leita eftir því að koma á óvart með ýmiskonar afbrigði og nota jafnvel bellibrögð til þess eins að vekja á sér athygli. Að slíkt er hægt að gera með árangri, sanna mörg og margvísleg dæmi. Og t. d. er nú svo komið, að með pening- um er hægur vandi að auglýsa eina bók svo að hún seljist upp á viku og þorri manna trúi því í mánuð eða jafnvel lengur að bókin sé virkilega góð. En sannleikurinn sigrast þó jafnan á peningunum að lokum, og bæði bókin og höfundurinn gleymist ótrúlega fljótt, eða jafnfljótt og auglýsingin. Þann- ig fer óneitanlega um ílestar sögu- og ljóðabækur, sem gerðar eru á Tslandi í dag. Sæmilega bókvitrir menn geta nú áreiðanlega talið á fingrum sér þær skáldsögur íslenzkar, sem út hafa komið á sl. tíu árum, sem skilja eftir sig persónur í vitund fólksins. Hinar, — allur obbinn, eru gleymdar, sennilega fyrir fullt og allt. Auðvitað þjóna bækur einnig þeim tilgangi að vera lesnar aðeins af því að þær eru bækur, og hafa ofanaf fyrir hugsanasnauðu fólki meðan svefninn er að sigra það í sænginni á kvöldin, og það er nauðsynlegt að eitthvað sé tiltækt af slíkum bókum, en ég álít að við getum þar komizt af með vinnu eins til tveggja reyfarahöfunda. Vegna þess, ekki sízt, að íramleiðslugeta slíkra rithöfunda er venjulega mikil — og lítil takmörk sett. En ef þeir væru ekki fleiri, þá er heldur engin hætta á að markaður- inn yfirfylltist léttfóðri eins og hefur átt sér stað að undanförnu. Ofan- ritað er ekki sagt af neinu steigurlæti eða ofmetnaði, — síður en svo, enda ferst undirrituðum Flekk ekki að gelta hátt af þessu tilefni. Hið eiginlega skáld hlýtur þó fyrst og fremst að vilja vinna að list- sköpun, sem er varanlegri og langlífari en flugan á haugnum. Þess ær og kýr er að skrifa eitthvað það, sem aðrir skrifa ekki og geta ekki skrifað. Það ætti að vera augljóst mál. T það minnsta hefur frá alda öðli verið lagður sá skilningur í orðið skáld, að slíkt væri ekki hafandi um aðra en þá, sem sköruðu framúr, sköpuðu þau listaverk í ljóði eða sögu, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók skálda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.