Árbók skálda - 01.12.1958, Side 29

Árbók skálda - 01.12.1958, Side 29
27 litla sviðinu í leikhúsinu er enn þann dag í dag leikið fyrir dansi, á stóra sviðinu uppi heyrir það til undantekninga ef leikið er íslenzkt leikrit, og þá eftir þjóðkunna höfunda, liti í heimi er leikhússtjórinn að koma fram fyrir hönd leikhússins, nauðungaruppboð á húsinu er auglýst í Lög- birtingarblaðinu, en utan dyra þarna í Skuggahverfinu hímir lítil álfkona með fjöregg íslenzkra leikbókmennta í barminum — og heim gengur vanvirt leikskáld. Rílcisútvarpið. Þar seildist svarta loppan enn fram þegar ráða þurfti útvarpsstjóra ekki alls fyrir löngu, og lijá þessari stofnun er fimmaura- sjónarmiðið í algleymingi. Fyrir flutningsrétt á smásögu, sem tekur ló til tuttugu mínútur að flytja, greiðir stofnunin höfundinum svipaða upphæð og skósmiðurinn tekur fyrir að sóla eina skó, eða um 100 krónur. Og það tíðkast ekki í þeirri stofnun að efna til samkeppni um eitt eða neitt, undanskilin þó tónlistarsamkeppni við nokkur ljóð Jónasar Hall- grímssonar. I fyrra var útvarpið eftir margra ára þras þvingað með ráðherrabréfi til að leggja í sjóð eins konar skaðabótagreiðslu fyrir ára- tugaflutning á íslenzkum hugverkum sem ekki hafði komið gjald fvrir. Vöxtunum var ákveðið að verja til að stofna bókmenntaverðlaun, tvenn verðlaun að upphæð 8 þúsund krónur, og til þess að koma til greina þurfa menn helzt að vera vinsælir útvarpsmenn eða söluhöfundar sbr. greinargerð við úthlutun verðlaunanna í fyrra, og skulu viðtakendur verja upphæðinni til utanfarar og til þess ætlast að þeir láti útvarpinu í té eitthvert efni úr 1‘erðinni, það þýðir: lýsing á ferðafélögum samfara óþarfa lífshættu á nokkra klukkustunda flugi, því að upphæðin nægir rétt fyrir flugfari til New York eða Rómar, einni pylsu á flugvellinum og fargjaldinu heim aftur samdægurs. Skref og hvatning í rétta átt, ekki er því að neita, en grútarskapur- inn er einstakur. Um dagskrárliði stofnunarinnar hefur verið þrefað svo lengi að sá mælir er löngu fullur. UthlutunarnefncL listamannalauna. Pólitísk nefnd, kosin af stjórn- málaflokkunum og munu listamenn nokkurn veginn sammála um að einn til tveir nefndarmanna eigi tilverurétt í nefndinni og séu sæmilega óvil- hallir í mati sínu á verðleikum listamanna, en hinir tveir eiga ekkert erindi í nefndina annað en það að hygla tryggum fylgismönnum flokka sinna, annar þeirra raunar orðinn svo gamall, að það er líffræðilegl krafta- verk á heimsvísu ef honum er ekki farið að förlast, en Alþingi ræður, og síðan togast á í nefndinni ýmis sjónarmið sem öllum sem til þekkja eru kunn: grímulaus pólitík, hversu lengi hinn eða þessi hafi baukað við list, vinsældir listamannanna meðal fólksins, stundmn verðleikar. En starfs- hættir nefndarinnar hafa frá fyrstu tíð verið því klassíska marki brenndir, að ungu mennirnir eru afskiptir, 5 til 8 þúsund á nef, vitagagnslausar upphæðir sem fara í súginn og skapa engum starfsskilyrði. Engu máli skiptir hvert ris er á verkum þessara ungu manna, sú regla er ófrávíkjan-

x

Árbók skálda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók skálda
https://timarit.is/publication/1056

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.