Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Page 22

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.12.1958, Page 22
Þórshamar úr rafi, verndargripur. (lll. London Nezvs, ág., 1955) að þar hafði logað bál, hefur bátur- inn verið lagður á bálið áður en ösk- unni af líkinu var dreift. Víða sjást slík ummerki um að bál hafi verið kynt á legstað, en við höfum ekki ástæðu til að ætla, að sjálf bálförin hafi nokkru sinni farið fram innan grafreitar. A sumum gröfum finnast leirker, yfirleitt mjög sprungin af eldi. Óvíst er til hvers þau voru látin fylgja ösk- unni, líklega eru þau ekki venjulegt haugfé, heldur minjar um iitfararsiði, sem við þekkjum ekki. Hvergi lágu vopn í brunaflekkjun- urn.og gerir það mönnum erfiðara fyr- ir að aðgreina grafir karla og kvenna. Því miður liggja ekki fyrir álitsgerðir mannfræðinga um nema lítið eitt af þeim beinaleifum, sem fundust á Lindholm Höje, þó er ljóst orðið, að grafir karla og kvenna hafa verið eins að ytra útliti. Snældur cða snældu- snúðar í nokkrum gröfum báru með sér að þar var greflruð kona, en liaug- fé var annars auðkennalítið að þessu leyti. Sá siður að láta húsdýr fylgja mönnum á bál, hefur verið vel þekkt- ur í liinu forna byggðarlagi, í 23 gröf- um lágu, auk mannabeina, bein af hundum, bein hesta fundust í þrem- ur, bein af uxa í einni. I gröf nr. 604 lágu glerperlur, nagl- ar, bráðnir bronzmolar o. fl. Sumir bronzmolanna eru úr armbandi, og eftir skreytimunstri þess að dæma, hefur það verið smíðað á öndverðri víkingaöld, um 800. í sömu gröf fannst hnífskaft úr dádýrshorni og ber það stutta rúnaáletrun sín hvoru niegin (sjá myndir 3 og 4). Hefur Anders Bæksted unnið að ráðningu á rúnum þessum. Úr annarri áletr- uninni (á mynd nr. 3) les hann: S i k a s u a i a, en úr liinni: Þuru- f i r i þ i 1 i k a þ i. Bæksted virðist sem hin síðari eigi að hljóða: Þor- fríði líkaði. Orðmyndin líkaði er sennilega þátíð sagnarinnar að líka, þ. e. að slípa, og merkir þá þessi áletr- un: (x) slípaði handa Þorfríði. Ilafi sami maður rist hvorttveggja, er hugsanlegt, að í s i k a s u a i a sé fólgið nafn hins óþekkta kavaléra, en eins og þessar rúnir birtast á sviðnu og brotnu hnífskaftinu, eru þær æði torráðnar. Töluvert af heillegum skartgripum liefur fundizt á Lindholm Höje, en 20 DAGSKRA

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.