Félagsbréf - 01.01.1958, Page 3
NÝ BÓK EFTIR JÓN DAN
_4prílból
s4fmenna
Almenna bókafélaglnu er það mikil ánœgja að geta tilkynnt félags-
mönnum sínum, að fyrsta mánaðarbók þess verður ný skáldsaga
eftir ungan íslenzkan höfund, Jón Dan.
Með fyrsta smásagnasafni sínu, Þytur um nótt, er kom út 1956, skip-
aði Jón Dan sér í fremstu röð íslenzkra smásagnahöfunda. Sjávarföll
er lengsta sagan, sem frá honum hefur komið til þessa, um 150 bls.
Sjávarföll er nútímasaga um ungan mann, sem vill ráða örlögum
sínum, saga um mann, sem kemur í dögun með aðfalli og fer um
miðnætti, þegar sjórinn hefur sigrað hann.
Sjávarföll er i órofa tengslum við jörð og haf. Þetta er saga um bar-
áttu, þar sem öllu er fórnað og aUt tapast nema það, sem mestu
varðar. Ríkjandi siðalögmál eru virt að vettugi, en sterkar, frum-
stæðar ástríður ráða lögum.
Verð til félagsm. fer eigi fram úr kr. 42.00 (heft), kr. 64.00 (í bandi).