Félagsbréf - 01.01.1958, Page 8
BAUGABROT eftir Sigurð Nordal
Þetta er úrval úr verkum Sigurðar Nordals, tekið
saman af Tómasi Guðmundssyni skáldi. Þær bæk-
ur eru vissulega eigi margar á vorri tungu, er taki
þessari fram að heiðri hugsun, mannviti og mál-
snilld. Ætti lestur Baugabrota að verða mörgum
manni hvatning til að hugsa á eigin spýtur af
nýrri djörfung og auðugri hugkvæmni.
316 bls. Verð til félagsmanna kr. 60.00 (heft),
kr. 82.00 (rexin).
SÝNISBÓK
Varla mun nokkurt skáld torsóttara til úrvals en Elnar
Benediktsson, því að ljóðmæli hans eru „tómt einvala-
Uð“ (Sig. Nordal). Hann lét aldrei frá sér fara annað
en það, sem fullskapað var og alskírt í augum hans.
Með Sýnisbók er fyrst og fremst stefnt að því að
kynna Einar Benedlktsson, sýna lesendum sem fjöl-
breytilegasta mynd af verkum hans á öllum skeiðum
ævi hans. „Meistarinn Kjarval hefur skreytt þessa
bók. Hún er í fremstu röð um útllt án þess, sem
hann hefur lagt henni til. En með því er hún ger-
semi“. (Sr. Sigurbjörn Einarsson). 270 bls. Verð til
félagsmanna kr. 60.00 (heft), 82.00 (rexin).
MYNDIR OG MINNINGAR Ásgríms Jónssonar.
Efnið er frá Ásgrimi, en stíllinn frá Tómasi. Lesand-
inn er allan tlmann með þeim báðum. „Þessi bók
á fáa sína líka, og hún ætti að komast i hendur
sem allra flestra ... Það ætla ég, að Myndir og
minningar Á. J. sé ágætlega hæf bók til upplest-
urs og íhugunar fyrir æskumenn á mótunar-
skeiði". (Snorri Sigfússon námsstjóri). 222
bls. Verð tll félagsmanna kr. 60.00 (heft),
kr. 77.00 (rexin).