Félagsbréf - 01.01.1958, Síða 14
4
FELAGSBREF
Uið göfuga lilutverk skáldsius.
Skáld eru höfundar allrar rýnni, reit Snorri Sturluson. Þessi
merkilegu orð skáldjöfurs okkar eru sístæ'öur sannleikur. Skáld
eru hugsuðir og skyggnendur mannlífsins, misjafnir hugsuðir
og misjafnir skyggnendur, eins og fólkiö er misjafnt. En skáld-
köllunin er heilög hverju sönnu skáldi, íþrótt vammi firrö, eins
og Egill oröaJöi þaö. Af þeim sökum er hverju góöskáldi eigin-
legt aö bera því einu vitni í verkum sínum, sem það veit sannast
og réttast, rýna inn aÖ kjarna viðfangsefnanna og túlka þau sem
óháöast eigin óskhyggju og ytn þvingunum öörum en viöjum
máls og stíls. Þannig er hverju sönnu skáldi eölilegt að vinna,
og við þessar aöstæöur einar veröa til stórbrotnar bókmenntir.
Gott skáldverk er löngum tvennt í senn: spegilmynd af innra
lífi höfundar þess, og af því umhverfi, sem höfundur hrærist í.
Því er það vísasti vegurinn til að kynnast þjóðfélagi á vissum
tíma að fara í smiðju til skálda þess tímabils. Og eins skiljum
viö eöli okkar eigin þjóöfélags bezt af lestri samtiöarbókmennta.
Ég ætla, aö fáir þegnar lýðræöisríkis neiti ómældu gildi góöra
bókmennta fyrir einstakling og þjóðfélag. Hlutur þeirra í þróun
lýðræöisþjóðfélaganna í dag er t. d. drýgri en margur hyggur. Þess
eru dæmi, að skáldverk hafi haft bein áhrif á löggjöf lýðræöis-
ríkis, en hiö venjulega eru þó óbein áhrif, skáldverkiö orkar fyrst
á einstaklingana og siöan á þjóöfélagiö.
Eigi má ætla, aö áhvrif skáldverka nái til allra þegna þjóö-
félagsins á skömmum tíma, slíkt heyrir fremur til undantekn-
ingum, og oft er mikið skáldverk langan tima aö ná nokkrum
áhrifum. En þau siast út eigi aö siöur, ef verkiö á annað borö
snertir mannlífið á sannan hátt og er unniö samkvæmt listræn-
um kröfum, og hvort heldur það bærir viö fíngerðustu tilfinn-
ingum eöa lemur með hnútasvipu. Hér kemur litt málinu viö,
hvort meiri hluti fólks fordæmir verkiö eða knékrýpur þvi,
áhrifanna gætir, ef öðrum skilyröum er fullnægt. Og víst er um
það, aö mörgum lýöræöisþegninum brygöi i brún og þætti fækka
um sig, ef raddir mikilla skálda, ekki sízt þeirra, sem reiöa
svipuna, hættu að heyrast.