Félagsbréf - 01.01.1958, Qupperneq 20

Félagsbréf - 01.01.1958, Qupperneq 20
ÞORKELL JÓHANNESS ON Um Guðmund Friðjónsson Erindi flutt á bókmenntakynningu í hátíðasal háskólans 21. nóvember 1957 Háttvirtu áheyrendur. jTG hef verið beðinn að segja nokkur orð að upphafi þessarar samkomu, sem haldin er til þess að minnast Guðmundar skálds Friðjónssonar. Mér er ljúft að verða við þeirri bón, eigi aðeins vegna mannsins sjálfs, sem stóð mér nærri allt frá barnæsku vegna frændsemi og vinfengis við foreldra mína og sterkra áhrifa á sjálfan mig á uppvaxtarárum mínum, heldur líka vegna þess að mér er ljóst, að það er menningarleg nauðsyn að rifja upp minningu látinna afreksmanna fyrir nýrri kynslóð, benda henni á verk þeirra og gildi þessara verka fyrir framtíðina. Mönnun- um er skammur tími mældur, líka skáldunum, en þar er sú bót í máli, að mikilsháttar höfundar lifa í verkum sínum og tala þaðan til okkar löngu eftir að dagur þeirra er allur. Hér er samt nokkurt vandhæfi á. Við greinum ekki þessar raddir, nema við leggjum hlustirnar við. Og þær geta ekki sjálfar kvatt sér hljóðs. Það verða aðrir að gera. Og hér er ég staddur til þess að kveðja Guðmundi skáldi Friðjónssyni hljóðs. Ég veit, að þeim ykkar, sem á mig hlýðið og enn minnast þeirrar gneistandi mælsku og ræðusnilli, sem lék á vörum Guðmundar á hans beztu árum, muni finnast lítið bragð að þessu spjalli mínu. En bæði skal ég verða stuttorður, enda mun ykkur brátt gefast kostur á að hlýða orðum skáldsins sjálfs, kjarnmiklum og hressilegum, þótt tungutakið verði að sjálfsögðu með annarlegum blæ. Það tekur því ekki að rifja hér upp æviatriði skáldsins á Sandi, enda lítil þörf á því. Nægir að vísa til ágætrar ævisögu Guðmundar eftir son hans Þórodd, sem prentuð var 1950. Þessi bók er að mínu viti einstök í sinni röð og hana hlýtur hver sá að kanna vandlega, sem af alúð vill kynna sér ritverk Guðmund-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.