Félagsbréf - 01.01.1958, Side 22
12
PÉLAGSBRÉF
hann var að rísa á legg, var hin göruga skáldskaparlist eink-
um viðfangsefni lærðra manna. í þeirra hópi voru þjóðskáldin
öll. öld rímnaskáldanna var nær að lokum liðin, en rímnakveð-
skapur var fyrst og fremst hlutskipti alþýðuskálda. Tilraunir
Jóns Mýrdals og fleiri því líkra höfunda til þess að feta í fót-
spor Jóns Thoroddsens og ann-
arra meistara hinnar æðri,
nýrri og fágaðri skáldlistar, í
stað þess að halda sig að rímna-
kveðskapnum, þóttu ófimlega
takast, svo sem vænta mátti.
Það þótti því nærri undrum
sæta, þegar þingeyskur bóndi,
Jón Stefánsson á Litluströnd,
lét prenta sögusafn sitt hið
fyrsta, Ofan úr sveitum, árið
1892, en það safn hefði víst
aldrei prentað verið, ef nokkr-
ir vinir hans í Mývatnssveit
hefði ekki tekið á sig þá fjár-
hagslegu áhættu, sem þessu
fylgdi. Lítinn sóma hlaut Þor-
gils Gjallandi þó af þessari
fyrstu bók sinni og var þetta þó merkilegt upphaf rithöfundar-
ferils, sem lengi verður minnzt í bókmenntasögu þjóðar vorrar.
Sex árum síðar kemur á prent fyrsta skáldrit Guðmundar Frið-
jónssonar, sögusafnið Einir. En hafi Þorgils Gjallandi fengið
misjafna dóma, ekki sízt vegna árása á kirkju og presta, þá
varð hlutur Guðmundar Friðjónssonar sízt meiri, enda hafði
hann fleira af sér brotið, sent frá sér meðal annars Búkollu og
Skák, sendingar í garð afturhaldsprestanna árinu fyrr, 1897, og
samtímis Eini kemur svo ritdómur um Grettisljóð Matthíasar
Jochumssonar, pr. í Sunnanfara, þar sem hið aldna þjóðskáld
var heldur en ekki tekið til bæna. Þegar hér var komið, hafði
Guðmundur birt allmikið af kvæðum í blöðum og tímaritum,
svo og söguþætti og ritgerðir ýmiss efnis. Er þess ekki að dyljast,
Guðmundur Friðjónsson.