Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 24

Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 24
14 FELAGSBREF í stílnum og ýmsar almennar gagnrýnishnútur, sem gætu verið góðar, ef þær stæðu í nokkru sambandi við efnið en væri ekki hreytt út eins og hörðum hrossataðskögglum yfir ófrjóa mosa- móa“. Um 4. söguna, Útbygging, segir Valtýr: „Bygging sög- unnar er ákaflega lausleg og fjarri öllum listarreglum og eigin- lega lítið í hana varið, nema endirinn, þar hefur höf. tekizt upp“. Heildardómurinn er á þá leið, að sögusafnið hafi tekizt fremur laklega, höf. geti ekki heitið söguskáld enn, þótt ýmislegt bendi til, að hann geti orðið það. „Hann verður að kafa betur í hugs- anadjúpið og rannsaka betur sálarlíf manna og innra eðli en hann hefur gert hingað til. Geri hann það og geti, er ekki ör- vænt, að hann geti orðið söguskáld. Hann hefur sýnt, að hann er ljóðskáld; hitt hefur hann ekki sýnt ennþá“. — Þó þessi dóm- ur sé alls kostar neikvæður að því er bókina Eini snerti, er hann samt ekki með öllu miskunnarlaus. Höfundurinn er þrátt fyrir allt vonarmaður sem söguskáld, ef hann tekur sig á, og viður- kennt er, að hann sé þó Ijóðskáld. Ég hef ekki tíma til að greina frá öllu fleira um viðtökurnar, sem Guðmundur fékk fyrir fyrstu bókina sína. Einna hlýlegust voru ummæli Jóns Ólafssonar í Nýju Öldinni. Þar segir Jón um list Guðmundar, er hann hefur nokkuð dvalið við gallana: „En hún er ung og getur tekið þroska, en hún er engin eftirherma ... ekkert bergmál af annarlegum tónum. Guðmundur Friðjónsson syngur með sínu nefi bæði í bundnu máli og óbundnu“. Þetta var sjálfsagt nokkur huggun, ef svo mætti að orði komast, en líklega samt í minnsta lagi, þeg- ar litið ér á viðtökurnar í heild sinni. Nú mun einhver ykkar, góðir áheyrendur, spyrja: Hvers vegna er verið að rifja upp þessa gömlu ritdóma? Eins og það sé ekki venja að skamma unga rithöfunda allt hvað af tekur og ekki hafði Guðmundur Friðjónsson annað en gott af þessu þegar frá leið! — Látum svo vera, en ég vil þá segja, að úr því þetta nægði ekki til þess að ganga af honum dauðum sem rithöfundi, þá stafaði það af því, að gáfa hans var svo rík og sterk, að þetta var ekki hægt. Hann var í rauninni ódrepandi, ódauðleg- ur, ef svo mætti orða það. Þegar hér var komið sögunni var Guð- mundur nær þrítugur að aldri og í þann veginn að reisa bú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.