Félagsbréf - 01.01.1958, Síða 34

Félagsbréf - 01.01.1958, Síða 34
24 FELAGSBREF t tiltölulega fátæku fólki og munnarnir margir: ein á hvem. Það sagði ekkert í villikisuna þeirra, en hún var háttvís stúlka og gáfuð og vildi ekki særa móður sína með því að nauða á henni að taka út allan skammtinn. Hún hafði gleypt sína appelsínu með öllu eins og hún kom fyrir, og börkinn af öllum hinum hafði liún því næst hámað í sig. Þó var það engin saðning. Hún var ekki mönnum sinnandi lengi á eftir og hljóp æ glæfralegar í fjörugrjótinu og tiplaði á bólverkinu, livemig sem viðraði, og skeytti ekki hætis liót, þótt ískaldur sjórinn ryki framan í hana og gegnbleytti hana. Seltu- bragðið gat þá stundum fróað henni. Nú stóð hún þarna við verzl- unargluggann, lengi, eins og límd við jörðina, með aldinanganina í vitunum, starandi stórum græn- um augum á auglýsingaspjaldið með appelsínunum. Hún rankaði við sér, þegar hún sá skömmina hann Jenna kíma að sér og segja stundarhátt gegnum rúðuna: „Ég hef heyrt, að nokkuð af þeim sé skemmt. Við fleygjum því í sjóinn; þú veizt, hvert þær berast með flóðinu, litla mín“. Hún heyrði þetta tæpast og liljóp í hendingskasti heim á leið út fjöruna, ekki götuna eins og flestir í aðfalli. Hún flaug yfir odd- hvasst grjótið og í miðbugðinni kom fyrsta skvettan yfir liana og var nærri búin að skella lienni um koll. Hún holdvotnaði, og innan skamms reið önnur stærri demba á. Nú hrasaði hún og stórhruflaði sig á hnénu, en liún fann ekkert til, og hélt sér dauðalialdi með báðum höndum um stóran stein, sem hún náði ekki nærri því utan um, og blindaðist stundarkorn, því að augun fylltust af slepjugum söltum sjónum. Þegar sogaði út, sætti liún færi og þaut eins og kólfi væri skotið yfir klungrið á leiðarenda, og fyrr en varaði, stóð liún Steingrímur SigurSsson.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.