Félagsbréf - 01.01.1958, Blaðsíða 42
32
FELAGSBREF
með sömu leikni semur hann nýtízkulega slagara. Það ljóðform
er naumast hugsanlegt, sem Auden hefur ekki fengizt við —
og alls staðar sýnir hann ótvíræða yfirburði. Slík fjölhæfni
getur þó stundum verið skaðleg, þar sem hún leiðir oft til þess,
að slíkir snillingar skrifi of mikið. Hefur sú orðið raunin á um
Auden engu síður en Byron eða
Matthías Jochumsson. Það ligg-
ur við, að magnið skyggi á
kostina.
Eirðarleysið á Auden sameig-
inlegt við Byron; hann hefur
verið „heimshornaflakkari“ í
enn ríkara'mæli en hinn aðal-
borni skáldbróðir hans. Ferðazt
um alla Evrópu, Ameríku og
Asíu, síyrkjandi um allt, sem
fyiúr hann bar, stríð og hörm-
ungar í Kína og á Spáni, frið
og sveitasælu á íslandi.
Fyi'sta bók hans, „Poems“
(1930) vakti þegar á honum
athygli. Þegar hann stóð á þrí-
;ugu, hafði hann valdið flokka-
skiptum í enskum skáldheimi; um hann hafði myndazt „skóli“
róttækra umbótaskálda með vakandi auga fyrir misfellum þjóð-
félagsins og skarpan gagni’ýnistón. .
Það er vei’t að gei*a sér þess gi’ein, hvernig umhorfs var á
alþjóðlegum vettvangi, þegar Auden og félagar hans hófu upp
í-aust sína, og næstu ár þar á eftii*. Eliot hafði dx-egið upp mynd
sína af eyðimörk nútímans, en hafði ekki ennþá hafið pílagríms-
gönguna til trúarlegrar sannfæi’ingar. Eitt efnilegasta ljóðskáld
Ameríku, Hart Crane, hafði 1 kvæði sínu „The Bridge“ reynt
að skapa jákvæða mynd af Ameríku og nútímanum til að vega
á móti kvæði Eliots, en hafði mistekizt og drekkt sér. Heims-
kx-eppan hafði skollið yfir. Rússnesku hreinsanirnar komu síðar,
og borgarastyrjöldin á Spáni svipti Vesturlandabúa sjálfsblekk-
W. H. Auden.