Félagsbréf - 01.01.1958, Page 46
36
FELAGSBREF
en enginn gat skafið af honum skáldgáfuna. Sumir gagnrýnend-
ur líktu honum við Shelley, en flestir fundu honum það til for-
áttu, að kveðskapur hans var um of litaður af kommúnisma.
Ljóðs Spenders vöktu fyrst og fremst athygli fyrir nýja-
brumið og hinn ytri glæsileik. Honum var mjög annt um að vera
„nútímaskáld" og kaus að yrk-
isefni fyrirbæri dagsins: flug-
vélar, bíla, ljósastaura, síma-
línur, gasstöðvar og verksmiðj-
ur. Hann lýsti því meira að
segja yfir, að rósin, ástin, gras-
ið, kýrnar, fjöllin væru „óraun-
yeruleg". Nútímatáknin, sem
hann notar, eru fersk; hann
kemur manni á óvart, vekur til
nýrrar skynjunar.
Spender hefur tilhneigingu
til að vera dálítið tyrfinn í
skáldskap sínum, og á það ef-
laust rætur sínar að rekja til
þess, að undir niðri er hann
rómantískur, en vill ekki láta
það koma fram. Hann vinnur
bug á rómantíkinni með því að gera ljóð sín skörp, tinnuhörð,
óvægin, en um leið verða þau stundum óþarflega óljós.
Spender á mikinn skaphita og ríka þjóðfélagskennd, sem fær
oft útrás í mergjuðu máli og „áþreifanlegum" táknum. Hann
tók virkan þátt í stjórnmálabaráttu samtíðarinnar og bera sum
verk hans of mikinn keim af því. En öll verk hans tjá einlæg-
an hugsjónamann, sem vill láta skáldskapinn gegna ákveðnu
hlutverki í þjóðfélaginu, vekja menn til hugsunar og framtaks.
Spender hefur skrifað mikið um dagana, bæði smásögur, leik-
rit, gagnrýni og ferðabækur. Bækur hans „The Destructive Ele-
ment“ og „The Creative Element“ eru stórmerk verk um nokk-
ur af höfuðskáldum þessarar aldar. Þá hefur hann einnig samið
frábæra sjálfsævisögu.
Stephen Spender.