Félagsbréf - 01.01.1958, Síða 54
HOWARD FAST
Avarp til rússneskra rithöfunda
Erindi, sem útvarpað var til Sovétríkjanna
ARUM saman kölluðum við hver
annan vini og; félaga, og á þeim
árum vann ég í rikum mæli ástúð
ykkar og traust. Ég geri ráð fyrir,
að þetta hafi síður verið að þakka
gæðum ritverka minna, heldur en
þeirri sannfæringu ykkar, að ég væri
ótrauður að fylgja rödd samvizku
minnar.
Þetta voru erfið ár fyrir vinstri
sinnaða rithöfunda í Ameríku. Við
vorum hrjáðir og ofsóttir, af því við
vildum ekki dylja rödd okkar and-
spænis því, sem við álitum óréttlæti.
Og þegar mín eigin ríkisstjórn setti
mig í fangelsi fyrir það að neita
að segja, hverjir styddu hjálparstarf-
semi meðal spænskra lýðveldissinna,
þá hét ég á rithöfunda um allan heim,
að þeir brýndu raust sína til mót-
mæla gegn þessari óréttlátu fang-
elsun minni og hinna hraustu vina
minna.
Ég þarf ekki að minna ykkur á
þá mælsku er birtist í svörum ykkar,
og engin svör voru skírari en ykkar,
kæru rússnesku stéttarbræður. Það
var sannarlega eðlilegt, því að mál-
staður þess manns, sem er með órétti
fangelsaður, málstaður rithöfundar-
ins, er einn sá bezti, sem mannkynið
þekkir. Þá sáuð þið greinilega, að
ríki, sem fangelsar og þaggar niður
í rithöfundum, getur ekki krafizt
mannúðar og lýðræðis.
Nýlega fengum við að vita það,
að hópur hinna ágætustu og færustu
rithöfunda meðal Ungverja hefðu
verið dæmdir til fangelsisvistar af
ungverskum dómstólum þann 13. nóv.
1957. Tibor Dery, 63 ára gamall og
fram til þessa dags hollur meðlimur
hins ungverska kommúnistaflokks,
fékk 9 ára fangelsisdóm, sem jafn-
gildir lífstíðar fangelsi. Guyla Hay,
56 ára gamall, var dæmdur í 6 ára
fangelsi. Zoltan Zelk fékk þriggja ára
dóm og Tibor Tardos eitt og hálft ár.
Allir voru þessir dómar upp kveðn-
ir af þeirri ástæðu, að ungversku
rithöfundarnir, er að framan greinir,
höfðu tekið þátt í baráttu fyrir
frelsi þjóðar sinnar. Með þessari bar-
áttu hafði allur heimurinn samúð og
dáðist að henni. Jafnvel New York
Daily Worker studdi þessa baráttu
og lýsti því yfir, að málstaður ung-
versku byltingarinnar væri sá rétti.
Hvers konar rithöfundur er það,
sem stendur fjarri, er um er að ræða
frelsisbaráttu þjóðar hans. Væri hægt
annað en hafa fyrirlitningu á slíkum
rithöfundum. Þið sjálfir, mínir ágætu
rússnesku stéttarbræður, munduð
hafa fyrirlitið þann rússneska höf-
und, sem staðið hefði álengdar, þegar