Félagsbréf - 01.01.1958, Qupperneq 56

Félagsbréf - 01.01.1958, Qupperneq 56
BÆKIJR Lárus Sigurbjömsson: HÖ.VIt DAUÍWS Kristján Albertsson: HÖND DAUÐANS, leikur í fimm þáttum. Helgafell 1957. ETTA er fortakslaust áhrifaríkt leikrit, spennandi aflestrar frá upphafi til enda. Spurningin er, hvemig það muni fara á leiksviði, en þangað á það erindi, og því fyrr, því betra. Heyrzt hefur að Þjóðleik- húsið hafi samþykkt að taka leikritið til sýningar, og er það vel, en það er þegar orðinn óhæfilegur dráttur á sýningu verksins. „It is a mere impertinence to judge plays by literary standards", segir Lynch Williams á einum stað. Út í það að dæma um leikritið frá bók- menntaiegu sjónarmiði ætla ég held- ur ekki að hætta mér. Sami fræði- maður segir: „Drama means the thing done, not the thing told“, og það hefur höfundur leikritsins „Hönd dauðans“ lagt sér á minni. Atburðir leiksins eru margir og raktir af hlífð- arlausri rökfestu út frá sjónarmiði höfundar, sem verið hefur athugull áhorfandi stórviðburða úti í heimi í pólitísku gemingaveðri síðustu ára- tuga. Yfirhöfuð virðist mér höfund- ur alls staðar rata skemmstu leið að kjama dramans, kunna leikreglumar út í æsar, og eru það ef til vill ekki mikil tíðindi um jafn fjölfróðan list- unnanda og Kristján Albertsson. En ég kemst ekki hjá, að vekja athygli á því, að höfundi er enginn greiði gerður með þeirri kynningu á verki hans, sem forlagið lætur fylgja bókinni. Fyrst orkar efnisútdrátturinn tví- mælis. Þetta er engin „harmsaga ungrar stúlku“, þótt hún sé dóttir einræðisherra, og leikurinn sýnir ekki fyrst og fremst „baráttu henn- ar fyrir ást sinni til eins af óvinum föður síns“. Setningin þyrfti að tak- ast til athugunar í útvarpsþættinum: Daglegt mál, en efnislega gæti hún alveg eins átt við Rómeó og Júlíu. Hai-mleikurinn er um einræðisherr- ann, Amo, ekki um fómardýr hans, þótt dóttir hans sé. Það er hann, sem stendur einn að lokum, brjóstum- kennanlegur aumingi, eða djöfullegt ofurmenni, sem kemur út á eitt. Um einræði snýst leikurinn og þaðan er nafn hans. Öfgatrúarbrögð nútím- ans, grundvölluð á vanmetakennd mannskepnunnar, sem grípur eftir hálmstrái stjómarfarslegs alræðis, hin kommúnistíska trúfræði réttir út hönd sína, „sem nú varpar skugga sínum á þennan hnött okkar“. Hitt var sú staðhæfing áðumefndr- ar kynningar, að leikritið sé „fyrsti sjónleikur, sem fram hefur komið, þar sem brugðið er upp mynd af einræði vorra tíma“. Tilvitnunin er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.