Félagsbréf - 01.01.1958, Side 57

Félagsbréf - 01.01.1958, Side 57
FÉLAGSBRÉF 47 nokkru lengri en dregur ekki úr staðhæfingunni. Því er nú miður, að heimssagan hefur gefið ærið tilefni umhugsunar um einræði í ýmsum myndum, en sem betur fer hefur öll viðleitni til gagnrýni á þessu sviði ekki verið kæfð í fæðingunni, heldur ekki hjá leikritaskáldum. Eftir minni og af handahófi nefni ég leikrit eins og The Prisoner (Boland), Darkness at Noon (Kingsley), Excellensen (Malmberg) og Professor Mamluch (Wolf), sem öll snúast um pólitískt einræði og afleiðingar þess. Sem sagt, það verður fróðlegt að sjá leikrit þetta á leiðsviði. f hönd- um góðra leikara og með öruggri leikstjóm verður hið nýja leikrit Kristjáns Albertssonar mikill og sjálfsagt umdeildur viðburður á ís- lenzku leiksviði. * Baldur Jónsson: UM ÆVISÖGUR O. FL. Ættfræði og persónusaga hefur jafn- an verið í svo miklum metum hjá okk- ur íslendingum, að nálgast hefur að kunnátta í þessum greinum væri þjóðaríþrótt. Kemur hér margt til, arfleifð frá fombókmenntum okkar, mannfæð í landinu, svo að kynni hafa verið meiri manna á meðal, skortur á öðrum viðfangsefnum, svo að nokk- uð sé nefnt. Fornrit okkar fjalla flest að meira eða minna leyti um þessi efni, og íslendingar seinni alda hafa dyggilega fylgt fordæminu og virðist sem okkar kynslóð ætli ekki að vera neinn ættleri í því efni, ef dæma skal eftir þeim ógrynnum, sem gefið er út af ævisögum og öðnun slíkum fróðleik árlega. Ég geri ráð fyrir, að bækur þessa efnis séu mikið keyptar og lesnar, því að tæpast væri annars svo mikið gefið út. Sízt vildi ég lasta iðkun þjóðlegra fræða, en hinu skal ekki neitað, að óþarflega margir virðast hafa fengið köllun til að helga þessari grein bókmenntanna krafta sína. Þess er ekki að dylja, að talsvert af þessum ritverkum er næsta lítils virði og pappír og prent- svertu betur varið til annars. Ekki er mér kunnugt um, hvort ævisagnaritun og útgáfa sé mjög arðvænleg eða hvort hér ráða önn- ur öfl, svo sem fýsi til ritstarfa, sjálfstjáningar eða aðeins hégóma- gimd. Það virðist sem höfundum þessum sé ekki ljóst, að einkamál þeirra og nánustu fjölskyldumálefni hafa sjaldan nokkuð almennt gildi eða erindi út á meðal almennings. Þó ber að geta þess, að í sumum þessara ævisagna er að finna nokk- urn þjóðlegan fróðleik, og verður það þá helzt til að gefa þeim gildi. Það væri þó alrangt að danna ís- lenzkar ævisögur nú á tímum sem lélegar bókmenntir, þar er einmitt að finna margt af því bezta, sem nú er skrifað á íslenzku og virðist ævisag- an ekki vera í afturför hjá þjóðinni, þó að margt misjafnt fljóti með. * Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: VIÐ, SEM BYGGÐUM ÞESSA BORG II. Bókaútg. Setberg, Arnbjörn Kristinsson, Rvík 1957. Nú fyrir jólin kom út annað bindi af bók Vilhjálms S. Vilhjálmssonar,

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.