Félagsbréf - 01.01.1958, Síða 63
Gunnar Gunnarsson listmálari hefur myndskreytt
þessi smásagnasöfn.
Sögur Þóris Bergssonar orka mjög sterkt á les-
andann, bseði vegna hárfínna og listrænna vinnu-
bragða og þess seiðmagns, sem verk hans eru
gædd. Hér eni saman komnar ellefu af smá-
sagnaperlum þessa ágæta höfundar. 164. bls. Verð
til félagsmanna ób. kr. 28.00, skinnband kr. 95.00.
Jakob Thorarensen var kominn í fremstu röð
íslenzkra ljóðskálda, er hann hóf sagnagerð. Hann
er snjall smásagnahöfundur, glöggur á persónu-
leg einkenni og kíminn. Persónur hans eru flestar
frá eldri kynslóðinni, fast mótaðar, minnisstæðar
og tnnfram allt íslenzkar. Guðm. G. Hagalin valdi
sögurnar í samráði við höfund, en höfundur ritar
fylgiorð. 158 bls. Verð til félagsmanna heft kr.
28.00, í bandi kr. 45.00.
í verkum Guðmundar Priðjónssonar hittum við
fyrir sjálfa hina íslenzku þjóð, kjarna hennar um
1000 ár, bænduma, alþýðuna. Mest er þó e. t. v.
vert um persónulýsingar hans. Guðmundur G.
Hagalín valdi sögumar í samráði við Þórodd Guö-
mundsson, en sá síðar nefndi ritar eftirmála. 183
bls. Verð til félagsmanna ób. kr. 33.00, í bandi
kr. 55.00.