Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 8
206 öðrum héruðum verði að horfa upp A hey sín hrekjast og verða lítilsvirði eða láta túnin standa óslegin, þar til lítið er af þeim að hafa nema tréni. Víða eru bændur tregir til að taka upp votheysverk- un og finna henni það til foráttu, að hún sé seinleg heyverkunarað- ferð. Reynslan hefur þó sýnt það á Ströndum, að þeir bændur, sem stunda einhæfa votheysverkun, eru árlega fyrstir til að ljúka heyskap, séu þeir með hentugan vélakost. Það kemur líka fram í skýrslum, að eftir því sem votheysverkunin er meiri í hverjum hreppi, því fleiri fóðureiningar eru til á hausti fyrir hvert ærgildi, sem setja skal á vetur. Strandamenn búa flestir hverjir með sauðfé eingöngu og krefjast af því hámarksafurða. Það hefur sýnt sig, að þægilegra er að ná miklum afurðum eftir féð með votheysfóðrun, án óhóflegra kjarnfóðurgjafa, enda eru næring- arefni fóðursins þá til staðar, en ekki rokin út í veður og vind, eins og oft vill verða við heyþurrkun. Sem dæmi um góðan árangur á þessu sviði má nefna tölur frá Sauðfjárræktarfélagi Kirkjubóls- hrepps frá síðasta ári. í félaginu voru þá 19 félagar og voru með á skýrslum 2203 ær, sem voru allar þeirra ær. Eftir hverja þessara áa fengu þeir að meðaltali 30 kg af kjöti. Beztum árangri náði Björn H. Karlsson á Smáhömrum, ær hans voru 225 og gáfu þær að meðaltali 35,8 kg af kjöti. í Kirkjubólshreppi fer árlega 80—90% af heyfengnum til vot- hevsgerðar, en það sýnir, að þetta fé er að mestu fóðrað á votheyi, þar sem kýrnar fá bróðurpartinn af þurrheyinu. Það er dýrt spaug að eyða okkar dýrmæta gjaldeyri til kaupa á inn- fluttu korni, sem síðan er notað til framleiðslu dilkakjöts, þó að við eigum yfrið nóg af jafn ákjósan- legu fóðri til þeirrar framleiðslu og okkar íslenzka gras er. Aðeins þarf að varðveita næringarefnin og nýta þau á réttum tíma. Frá Hólmavík eru geröir geflzt vel tll rækjuvelða. Karl E. Loftsson tók allar Ijósmyndirnar. Vatnsmiðlunargeymlr Hólmavíkur. Slökkvlstöðln og slökkvlbifreiðin, sem 3 hreppar elga samelglnlega. SVEI'I ARSTJÓRNARMÁI.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.