Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 13
um þeim störfum, sem margvíslegt eftirlit frá hendi Fasteignamatsins kallar á. Því verður Fasteignamatið sjálft að hafa sína trúnaðarmenn á einstökum svæðum vítt um landið. Hvað þessi svæði verða mörg og stór, er enn ómótað. Ég ætla svo að lokum að fjalla nokkru nánar um fyrsta kafla hinna nýju laga. StærS húsateikninga Þessi kafli fjallar um skráningu fasteigna. Skráning hefst við samþykkta teikningu. Þá þarf byggingarfulltrúi að sjá Fasteignamat- inu fyrir einu eintaki af byggingarnefndarteikn- ingum. í Reykjavík geymum við þessar teikningar i aðalskrifstofu Fasteignamatsins, og sama hátt höfum við væntanlega á um Reykjaneskjördæmi. Nokkur spurning er um, hvernig þessu verður háttað um aðra landshluta. Til greina kemur, að teikningar verði varðveittar af trúnaðarmönn- um, ef það þykir henta betur. Það verður varla talið, að til staðar séu full- komin frumgögn varðandi hverja byggingu, nema teikning fylgi. Hins vegar skapa þessar stóru teikningar mikil vandamál vegna þess mikla pláss, sem þær taka. Ég vildi nota þetta tækifæri til að beina því til byggingarfulltrúa, hvort þeir teldu ekki rétt og tímabært að beita sér fyrir því að minnka þess- ar teikningar, t. d. niður í A4. Húsnæðismálastofnun ríkisins hefur um tíma látið frá sér teikningar í þessari stærð, og ég hefi ekki heyrt, að amazt hafi verið við því, en þetta mundi hafa ómetanleg þægindi í för með sér fyrir stofnun eins og Fasteignamatið — og mikla pen- inga mundi það spara. Þegar við fáum tilkynningu frá byggingarfull- trúa um, að lóð hafi verið úthlutað og teikning samþykkt, þá setjum við þessa eign inná forskrá, og þar geymum við allar upplýsingar, sem berast um hana, þangað til tilkynning berst um að byggingu sé lokið — þá er eignin tekin út af for- skrá og áframhaldandi upplýsingar geymdar í fasteignastofnskrá og eigendastofnskrá, sem síðan mynda saman fasteignaskrá, sem send er til not- enda. í sambandi við skráningu lóðar, þá er það svo í Reykjavík, að byggingarfulltrúinn sendir Fast- eignamatinu samrit lóðarblaðs, sem við geymum í þar til gerðum bókum. Áður en byggingarfulltrúi sendir þessi mæli- blöð frá sér, færir hann inná þau staðgreininúm- er lóðarinnar, en staðgreininúmerið verður upp frá því greinitala lóðarinnar í öllum fasteigna- skrám. Þessi háttur er enn ekki kominn á nema í Reykjavík, en með auknu samstarfi sveitarfélaga um skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu er von- andi hægt að koma þessum málum í svipað form. Það, sem við þurfum að stefna að í þessum efn- um, er, að þegar byggingarfulltrúi sendir frá sér tilkynningu um, að teikning hafi verið samþykkt á tiltekna lóð, þá cetti hann að láta þeirri til- kynningu fylgja byggingarnefndarteikningar i A4 stœrð og staðgreint mæliblað fyrir lóð, og œskilegt vœri einnig, að þau gœtu verið i staðl- aðri stœrð fyrir allt landið, Út í staðgreinikerfi ætla ég ekki að fara nú. Það yrði of langt mál. Sérskráning eignarhluta í 2. gr. nýrra laga er ákvæði, sem er algjört ný- mæli og kemur til með að kosta mikla vinnu, en það er í 3ju málsgrein og er þannig: „Ef um er að rœða sérgreindan eignatrrétt eða sérstaka notkun einstakra hluta mannvirkja, sem eðlilegt er að skoða sem sjálfstœðar eindir, skal samkvcemt lögum þessum farið með slíka eignar- hluta sem fasteignir, enda liggi skipting og eign- arhlutföll fyrir í þinglýstum heimildum." Þetta ákvæði leggur okkur þær skyldur á herö- ar að sérskrá og meta hverja íbúð í sambýlishúsi og sérskráða eignarhluta í atvinnuhúsnæði, og sambyggð atvinnu- og íbúðarhús verða sérskráð og metin, þótt um eign sama aðila sé að ræða. 211 SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.