Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 49
ÓLAFUR DAVÍÐSSON, hagfræðingur Þjóðhagsstofnunar: LAUSLEGAR ÁÆTLANIR UM BREYTINGAR Á HELZTU TEKJUM OG GJÖLDUM SVEITARSJÓÐA MILLI ÁRANNA 1976 OG 1977 Hér fer á eftir yfirlit, sem Ólafur Daviðsson, hagfræðingur i Þjóðhags- stofnun, hefur látið Sveitarstjórnar- málum í té: TEKJUR 1. Útsvör Nú er áætlað, að meðalbrúttó- tekjur einstaklinga til skatts hækki um 30% milli tekjuáranna 1975 og 1976, þ. e. milli skattáranna 1976 og 1977. Álagningarstofn útsvars, þ. e. brúttótekjur að frádregnum tekjum af eigin húsnæði, skyldusparnaði og nokkrum minni háttar liðum mun sennilega hækka ámóta mikið. Þessi áætlun er i aðalatriðum byggð á mati á breytingum kauptaxta, tekjum sjó- manna og lauslegum hugmyndum um breytingar annarra skattskyldra tekna, auk þess sem stuðzt er við skýrslur Kjararannsóknarnefndar um laun og vinnutíma verkafólks og iðnaðarmanna í Reykjavik og ná- grenni á fyrra árshelmingi 1976. Svo virðist sem laun þessara starfsstétta hafi hækkað talsvert meira en nemur hækkun kauptaxta bæði vegna auk- inna yfirborgana og lengri vinnutíma en á árinu 1975. Tölur um almenna veltubreytingu skv. söluskattsfram- tölum styðja einnig þessa áætlun. Hafa ber jafnan .i huga, að hér er um áætlað landsmeðaltal að ræða, og tekjubreytingar í einstökum sveitar- félögum geta vikið nokkuð frá þessu meðaltali, bæði til hækkunar dg lækkunar. 1 lögum nr. 11/1975 er kveðið svo á, að upphæðir persónuafsláttar frá útsvari skuli breytast með skatt- visitölu. 1 fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1977 er skattvísitalan ákveðin 158 stig miðað við 100 árið 1975, sem er 26,5% hækkun frá árinu 1976. Þetta er sama hækkun og áætluð var í september sl., að yrði á tekjum einstaklinga til skatts, en við endurskoðun þtssarar áætlunar virðist tekjuaukningin 1976 ætla að verða meiri, eða 30%, eins og áður sagði. Skattvísitala árið 1977 hækkar einnig um 30% milli áranna. Sé gert ráð fyrir, að annar útsvars- afsláttur skv. 27. grein tekjustofna- laga hækki svipað og tekjur, felur framangreind áætlun í sér 30% hækkun útsvarsálagningar miðað við sama álagningarhlutfall 1977 og notað var 1976. Sem dæmi má nefna, að miðað við 10% álagningu 1977, þar sem álagning var 11% 1976, myndu álögð útsvör hækka um 16%. Við þær breytingar útsvarsálagning- ar, sem hér hafa verið nefndar, bætast síðan áhrif fjölgunar (eða fækkunar) gjaldenda, eins og hún er á hverjum stað. 2. Fasteignaskattur t lögum nr. 11/1975 er heimild til þess að ákveða, að gjöld, sem reiknuð eru sem hlutfall af fasteignamati, megi breytast i hlutfalli við bygg- ingarvísitölu. Heimild þessi gilti þar til nýtt fasteignamat tók gildi og var notuð við álagningu fasteignagjalda árið 1976. Var þá miðað við byggingarvísitölu 1. nóvember 1975, sem var 1986 stig (1. okt. 1955 = 100). I auglýsingu félagsmálaráðu- neytisins um breytingu vegna álagningar 1977 er gert ráð fyrir, að grunnur fasteignaskatta hækki á ár- inu 1977 um 23,1% frá álagningu 1976. Fasteignamat til fasteignaskatts væri margfaldað með 3,36 í stað 2,73 í ár, ef miðað væri við hið eldra fast- eignamat. 3. Aðstöðugjald Við áætlanir um breytingar að- stöðugjaldsstofns hefur á undan- förnum árum einkum verið stuðzt við almennar veltubreytingar, eins og þær koma fram í álagningu sölu- skatts. Nú má búast við, að álagning- arstofn söluskatts hækki um 26% milli áranna 1975 og 1976, og gefur það væntanlega einhverja vísbendingu um hækkun aðstöðugjaldsstofns. Þetta má þó sennilega líta á sem lág- markshækkun, t. d. var hækkun aðstöðugjaldsstofns árið 1975 talsvert umfram hækkun söluskattsstofns. Afar lausleg hugmynd um breytingar aðstöðugjaldsstofns i helztu atvinnu- greinum milli áranna 1975 og 1976 bendir til 30—35% hækkunar að meðaltali. Hækkunin verður sem fyrr misjöfn eftir atvinnusamsetningu og afkomu einstakra fyrirtækja á hverj- um stað. 4. Jöfnunarsjóður sveitar- félaga Áætlun um innheimtan söluskatt og aðflutningsgjöld á árinu 1976 bendir til þess, að tekjur Jöfnunar- sjóðs af þessum stofnum verði rúm- lega 2.500 m. kr. Landsútsvör námu 559 m. kr., og aðrar tekjur gætu orðið um 40 m. kr., þannig að heildartekjur SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.