Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 23
1) Aukið vald til sveitarfélaganna. 2) Sameining smárra sveitarfélaga í dreifbýli. 3) Stofnun fylkja sem virkra stjórnunaraðila og vett- vangs fyrir samstarf sveitarfélaganna um stærri verkefni. 4) Að stuðla að uppbyggingu staðbundins innlends iðnaðar vítt um landið. 5) Að koma í veg fyrir rányrkju á auðlindum til lands og sjávar. 6) Stuðlað verði að nýtingu jarðhita og vatnsafls í þágu Islendinga sjálfra. 7) Félagsleg þjónusta og húsnæðismál lands- byggðarinnar verði færð til betra horfs. 8) Sveitarfélögin beiti sér fyrir alhliða umhverfis- vernd. Heimildir Áskell Einarsson: Landímótun SUF 1970 Jón Sigurðsson: Búskapur sveilarfélaganna 1950—1975. (Samb. ísl. sveitarfélaga 1975) The Ecologist: Heimur á helvegi (AB 1967) Tímaritið Sveitarsíjórnarmál 1972—1975 (ýmis tölu- blöð) Flulningur ríkisstofnana: nefndarálit 1975 Fjárhagsáœllanir ísafjarðar 1972—1976 Arsreikningar Isafjarðar 1972—1976 Framkvœmdaáœtlun fsafjarðar 1975—1978 Fjölrituð gögn um ýmsa þætti sveitarstjórnarmála frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga. NÝR BÆJARSTJÓRI RÁÐINN Á AKUREYRI Bæjarstjóraskipti urðu á Akureyri hinn 1. september. Bjarni Einarsson, sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra frá árinu 1967, hefur verið ráðinn fram- ÍTJTÓJEl^AiRr kvæmdastjóri nýstofnaðrar byggða- deildar í Framkvæmdastofnun ríkis- ins, en við bæjarstjórastarfinu tók Helgi M. Bergs, viðskiptafræðingur. Helgi M. Bergs er fæddur í Kaup- mannahöfn 21. maí árið 1945, sonur Lis og Helga Bergs bankastjóra í Reykjavik, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1967 og síðan kandídatsprófi frá Viðskiptadeild Háskóla Islands árið 1971. Næsta árið starfaði hann sjálf- stætt og að ýmsum verkefnum fyrir Verkfræðistofu dr. Kjartans Jó- hannssonar, en hóf árið 1972 nám í þjóðhagfræði í Lundúnaháskóla og lauk þaðan prófi á árinu 1974. Síðan starfaði Helgi hjá Fiskifélagi Islands, unz hann var ráðinn bæjarstjóri. Helgi er kvæntur Dórothe Jóns- dóttur frá Akureyri og eiga þau tvo syni. Helgi M. Bergs. 221 VEITARSTJCRNARMAL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.