Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 29
Frá fundi fulltrúaráðsins. Við borðið sitja Guömundur Ingi Kristjánsson, Lárus Ægir Guðmundsson, Björn Guðmundsson og Kristján Þórðarson, fyrir aftan hann sér á Gunnlaug Finnsson, oddvita og alþingismann. Lögreglusamþykkt Fulltrúaráðið felur stjórn sambandsins að láta gera fyrirmynd að samræmdri lögreglusamþykkt fyrir allt landið, eftir því, sem við getur átt. Atriðisorðaskrá Fulltrúaráðið felur stjórn sambandsins að láta endurnýja og viðhalda atriðisorðaskrá sveitar- stjórnarlöggjafar, sem gefin var út 1971. Tannlækningar skólabarna Fulltrúaráðið ítrekar tillögu þá, sem samþykkt var á síðasta fulltrúaráðsfundi varðandi greiðslu tann- lækninga: „Fundur í fulltrúaráði Sambands íslenzkra sveitarfélaga 20. nóvember 1975 skorar á ríkisstjórn og Alþingi að breyta þegar á þingi því, er nú situr, lögum um tannviðgerðir skólabarna á þann veg, að þeir aðilar, sem þjónustunnar njóta, greiði 1/3 hluta kostn- aðarins. Telur fundurinn reynsluna hafa sýnt, að það sé það eina raunhæfa aðhald, sem hægt sé að veita í þessum málum." Reynsla liðins greiðslutímabils hefur sann- að, að fyrirkomulagið er algjörlega óviðunandi fyrir sveitarfélögin, þar sem kostnaður hefur reynzt margfaldur á við það, sem búizt var við. Atvinnumál Fulltrúaráðið hvetur landshlutasamtökin til að fylgjast vel með atvinnuástandi í héraði með það fyrir augum að geta gert heimamönnum og stjórn- völdum grein fyrir þróun mála á hverjum tíma. Aukagreiðslur í grunnskóla Fulltrúaráðið vekur athygli stjórnar sambandsins og samstarfsnefndar um skólakostnað á ýmsum aukagreiðslum og hlunnindum, sem viðgangast í grunnskólakerfinu á kostnað sveitarfélaganna, án þess að fyrir hendi séu nokkrar heimildir til handa sveitarfélögum að ganga inn á kjarasamninga ríkis- starfsmanna. Má í þessu sambandi m. a. benda á greiðslur til yfirkennara, handmenntakennara, mötuneyta kennara og ýmiss konar staðar- og launauppbóta. Verkefnatilfærslan milli ríkis og sveitarfélaga Alexander Stefánsson, oddviti mælti fyrir áliti verkaskiptingar- og tekjustofnanefndar fundarins. Fara hér á eftir þær ályktanir, sem fundurinn gerði að tillögu nefndarinnar: 227 SVEITARSTJÓRNARMAL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.