Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 9
GUTTORMUR SIGURBJÖRNSSON, forstööumaður Fasteignamats ríkisins: NÝ LÖG UM SKRÁNINGU OG MAT FASTEIGNA Ný Jög um skráníngu og mat fasteigna voru samþykkt á seinasta Alþingi og eru númer 94 þetta ár. Þótt lög þessi séu ný a£ nálinni, þá liggur að baki þeim löng þróunarsaga. Jafnvel óhætt að segja reynsla margra kynslóða. Lög þessi eru því í mörgum atriðum lítið eða ekki frábrugðin eldri lögum, þó gætir þar nokk- urrar stefnubreytingar, og þá einkum hvað við- kemur framkvæmd málsins. Ég mun hér á eftir fjalla sérstaklega um þann þátt Iiinna nýsamþykktu laga, sem snertir sam- skipti Fasteignamats ríkisins og sveitarstjórnar- manna, byggingarfulltrúa og annarra trúnaðar- manna sveitarfélaganna, sem annast mat og skrán- ingu fasteigna. Að áeggjan framsýnna manna, og þá ekki sízt Jóns Sigurðssonar, lióf Hið íslenzka bókmennta- félag að gefa út skýrslu um landshagi á Islandi, og kom fyrsta bindið út í Kaupmannaliöfn árið 1858. Þessar landshagskýrslur fjölluðu um margvís- leg efni, en m. a, um skráningu og mat fasteigna á íslandi. 1 formála að fyrsta bindi þessara rita segir Jón Sigurðsson m. a.: „Sá bóndi mundi harla ófróður þykja um sinn eigin hag, og lítill búmaðúr, sem ekki vissi tölu hjúa sinna eða heimilisfólks, eða kynni tölu á hversu margt hann cetti gangandi fjár. En svo má og hver sá þykja harla ófróður um landsins hag, sem ekki þekkir nákvcemlega fólkstölu á landinu, eða skipting hennar, eða tölu gangandi fjár, eða sérhverja grein atvinnu landsmanna. í fáum orðum að segja, sá, sem ekki þekkir ásig- komulag landsins, eða sem vér köllum hagfrœði þess, i öllum greinum sem glöggvast og nákvœm- legast, hann getur ekki með neinni greind talað um landsins gag7i og nauðsynjar hann veit ekk- ert, nema af ágiskun, hvort landinu fer fram eða aftur hann getur ekki dcemt um neinar uppá- stungur annara i hinum merkilegustu málum, né stungið sjálfur uppá neinu, nema eftir ágisk- un hann getur ekki dœmt um neinar afleiðing- ar viðburðanna, sem snertir landsins hag, nema eftir ágiskun." Skildi ekki mega taka undir þessi orð Jóns Sigurðssonar enn í dag? Þannig ættu þau að verða okkur hvati til að hafa aukna reiðu á efna- lragsmálum okkar, og þá er kannske ekki þýð- ingarminnsti þátturinn þeir fjármunir, sem við leggjum í fasteignir á ári hverju. En eftir því, sem við vitum bezt í dag, þá munu íslendingar eiga í metnum fasteignum á verðlagi 1. jan. 1970 rúmlega eitt hundrað milljarða króna. Ekki sízt vegna innheimtu fasteignagjalda í mismunandi myndum, þá var snemma á öldum byrjað að fást við skráningu og mat fasteigna. SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.