Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 46

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 46
e. að framkvæma samþykktir héraðsþinga og vinna að öðrum verkefnum samkvæmt lögum. Þessar tillögur, sem hér hafa verið settar fram, þurfa ýmissa skýringa við. Bein kosning til héraðsþings Gert er ráð fyrir, að fulltrúar á héraðsþing séu kosnir beinni kosningu af kjósendum héraðsins. Um þetta munu vera skiptar skoðanir, en þetta álít ég óhjákvæmilegt til þess að landshlutasamtökin valdi því verkefni, sem þeim er hér ætlað að leysa af hendi. í mörgum tilfellum myndu sveitarstjórnarmenn einnig verða kosnir fulltrúar á héraðsþing, en það er alls ekki nauðsynlegt og jafnvel ekki æskilegt, en þar verður ákvörðun kjósendanna að ráða. Það er hins vegar ekkert því til fyrirstöðu, að aðrir sveitar- stjórnarmenn sæki héraðsþing og taki þátt í störfum þess að einhverju leyti svo og aðrir áhugamenn. Það er rétt að taka til athugunar, hvaða aðilar eiga að hafa afskipti af sveitarstjórnarmálum samkvæmt þessum tillögum: 1. Sveitarstjórnir. 2. Héraðsstjórnir og héraðsþing, sem skulu vera jafnrétthár aðili og sveitarstjórnirnar og geta breytt ákvörðunum þeirra í einstökum tilfellum. 3. Kjósendurnir, sem annars vegar fela sveitar- stjórnum og hins vegar héraðsþingi og héraðsstjórn að gæta hagsmuna sinna, en eiga þó engu að síður að fylgjast með málunum, koma með ábendingar eða tillögur og jafnvel gripa inn i gang mála, ef mikið liggur við, t. d. með almennum atkvæðagreiðslum. 4. Samband íslenzkra sveitarfélaga, sem heldur uppi mjög mikilvægu fræðslustarfi fyrir sveitar- stjórnarmenn, með ráðstefnum og útgáfustarfsemi. 5. Félagsmálaráðuneytið, sem fer með yfirstjórn þessara mála. Hér er ekki gert ráð fyrir afskiptum sýslunefnda af sveitarstjórnarmálum, og er það breyting frá því, sem verið hefur, siðan sýslunefndir tóku til starfa fyrir rúmum 100 árum. Sýslunefndirnar voru þá örugglega mikil réttarbót i stjórnkerfinu, og þær hafa átt frumkvæði að margvislegum framfaramál- um, en þær hafa algjörlega staðnað í stjórnkerfinu varðandi eftirlit með störfum hreppsnefndanna, og 244 þess vegna ber að flytja þennan málaflokk yfir á landshlutasamtökin. Eg geri þó ráð fyrir, að sýslu- nefndirnar starfi áfram að öðrum málum eins og verið hefur og hafi óbreytt fjárveitingavald. Þá geri ég ráð fyrir, að héraðsþingsfulltrúar verði einnig sýslunefndarmenn, og verða þá tveir eða fleiri sýslu- nefndarmenn fyrir fjölmennustu hreppana. Einnig er rétt, að kaupstaðirnir eigi einhverja aðild að sýslunefndunum. Kosning endurskoðenda Eg geri ráð fyrir, að endurskoðendur sveitarfélag- anna verði kosnir af héraðsþingi og beri ábyrgð gagnvart því. Héraðsstjórn skal setja þeim reglur til að starfa eftir og láta þeim í té alla nauðsynlega fræðslu. Samkvæmt núgildandi sveitarstjórnarlögum eru endurskoðendur kosnir af sveitarstjórn til eins árs í senn, en frv. til þeirra laga var fyrst lagt fyrir Alþingi 30. maí 1960. Nefnd sú, sem samdi frv., hafði sent spurningalista til allra sveitarstjórna á landinu varðandi ýmis veigamikil atriði laga um sveitar- stjórnarmál. Akvæði um kosningu endurskoðenda er að finna í 55. gr. og þeirri gr. fylgdi svohljóðandi athugasemd í frv.: „Samkvæml 2. mgr. 25. gr. laga nr. 12/1927, skal öll hrepþsnefndin rannsaka sveitarsjóðsreikninginn, en auk þess skal hann endurskoðaður af manni, sem til þess er kjörinn á hausthreþþskilaþingi ár hvert. Að áliti hreppsnefndanna eru þessi hreppskilaþing óþörf og hafa sennilega óvíða verið haldin nú um langt skeið. Hreppsnefndirnar voru um það spurðar, hvort rétt vceri að ákveða, að hreþpsnefndirnar kjósi endurskoðanda sveitar- sjóðsreikninga. Jákvœð svör veittu 109 hreppsnefndir, nei- kvœð 40 og 12 svöruðu ekki. í kaupstöðunum eru endurskoð- enduryfirleill tveir og kosnir af hæjarstjórn, sjá t. d. tilsk. 20. apríl 1872, 29. gr. og lög 109/1949, 17. gr. 2. mgr. Nefndin leggur til, að endurskoðendur verði kosnir af sveitarstjórn til fjögurra ára, bæjarstjórnir kjósi 2 endur- skoðendur, en hreppsnefndir einn eða tvo. í hinum stærri hæjarfélögum þykir rétt að gera ráð fyrir sérslakri deild, sem annasl endurskoðun, og þannig er það t. d. i Reykjavík. Samkvæmt tillögu Samhands íslenzkra sveitar- félaga er gert ráð fyrir því, að sveitarstjórn geti falið endur- skoðunarskrifstofu að annast reikningslega endurskoðun reikninga sveilarfélagsins. Slík endurskoðun sérstakrar SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.