Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Blaðsíða 11
nefnd, að skila þeim einnig i þvi formi, sem Fasteignamat rikisins ákveður. FcMeignamat rikisins getur leyst sveitarstjórnir undan ábyrgð skv. 1. mgr. á upplýsingasöfnun um einstakar tegundir fasteigna og lagt hana á aðra aðila, enda er opinberum stofnunum, sem slikum upplýsingum safna á sinu verksviði , skylt að leggja Fasteignamati rikisins til þœr upplýs- ingar. Fasteignamat rikisins sendir hverju sveitarfé- lagi árlega skv. nánari ákvörðun i reglugerð skrá með nægum upplýsingum um fasteignir til að gengið verði úr skugga um, að aðilar skv. 2. mgr. hafi fullnœgt upplýsingaskyldu sinni." Hér er því sem sagt slegið föstu, að byggingar- fulltrúunum ber ekki einungis að gefa allar skráningarupplýsingar, heldur einnig að fylgjast með því, hvort þær hafi skilað sér í skrám fast- eignamatsins, og er það útaf fyrir sig mjög mikil- vægt. Skrántngaratriði í þéttbýli samræmd Nú er það svo, að hin nýju lög kveða ekki á um skráningaratriði — en til þess ætlazt, að þau verði talin upp í reglugerð. Þeir byggingarfulltrúar, sem þegar eru milli- matsmenn, og þeir eru nokkuð margir, þekkja þau skráningaratriði, sem eyðublöð Fasteigna- matsins gera nú ráð fyrir. Nú eru þessi eyðublöð þrenns konar, þ. e. ein gerð fyrir Reykjavík, önnur fyrir þéttbýli utan Reykjavíkur og þau þriðju fyrr strjálbýli eða jarðir. Skráningaratriði í Reykjavík og öðru þétt- býli eru mikið þau sömu, nema hvað íbúð snert- ir, þá gera eyðublöðin í Reykjavík ráð fyrir miklu nákvæmari skráningu. Þær breytingar, sem ég tel, að verði í þessum efnum, eru helzt þær, að skráningareyðublöð í Reykjavík og öðru þéttbýli verði samræmd, þannig að í framtíðinni verði þau eins eða mjög svipuð. Aftur á móti eru aðstæður allt aðrar í strjálbýli — einkum í sambandi við útihús. Hlutverk byggingarfulltrúa En aðalmunurinn á störfum millimatsmann- anna nú og því, sem byggingarfulltrúunum er ætlað í framtíðinni, er sá, að í dag framkvæma millimatsmenn bæði skráningu eigna og mat, en byggingarfulltrúunum er aðeins ætlað að skrá eignir með svo nákvæmri lýsingu sem eyðublöð gefa tilefni til. Matið verður síðan framkvæmt af Fasteignamati ríkisins, e. t. v. með aðstoð sér- stakra trúnaðarmanna — en þau mál eru ekki fullmótuð. Þótt byggingarfulltrúarnir setji ekki endanlegt mat á eignir, þá verður það þó byggt á upplýs- ingum, sem frá þeim koma, og af almenningi verður litið á þá sem fulltrúa Fasteignamatsins á staðnum. Og þannig kemur það í þeirra hlut að svara gagnrýni, sem fram verður borin. Ég tel það því augljóst mál, að þeim verði kynntar allar matsreglur og að þeir verði settir inn í öll störf Fasteignamatsins sem allra ná- kvæmast. Öll svona störf eru vandasöm, hvort heldur um er að ræða skráningu eða mat og þau eru ekki síður viðkvæm — að því leyti líkjast þau störfum að skattamálum. Þau krefjast samvizkusemi, réttsýni og ekki sízt mannúðarlegs hugarfars. Þráðurinn í öllum okk- ar störfum þarf að vera í þeim dúr. Við tölum ýmist um matsgerð eða virðingargerð. Sjálfsagt kunna fróðir menn að gera hér mun á. En í lögum um fasteignamat og fasteigna- skráningu er notað mat og matsgerð, sem reynsl- an sýnir, að gefur möguleika á persónulegum sjónarmiðum — og þeirra hefur víða gætt. Með lögum og reglugerðum er þó reynt að setja nokkuð ákveðinn leiðbeiningaramma í jiessu efni. Hér á landi hefur staðgreiðsluvirði orðið fyrir valinu. Þess vegna er reynt að fylgjast með verð- lagi fasteigna sem víðast um landið. 209 Matsgerðin SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.