Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Page 23

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1976, Page 23
1) Aukið vald til sveitarfélaganna. 2) Sameining smárra sveitarfélaga í dreifbýli. 3) Stofnun fylkja sem virkra stjórnunaraðila og vett- vangs fyrir samstarf sveitarfélaganna um stærri verkefni. 4) Að stuðla að uppbyggingu staðbundins innlends iðnaðar vítt um landið. 5) Að koma í veg fyrir rányrkju á auðlindum til lands og sjávar. 6) Stuðlað verði að nýtingu jarðhita og vatnsafls í þágu íslendinga sjálfra. 7) Félagsleg þjónusta og húsnæðismál lands- byggðarinnar verði færð til betra horfs. 8) Sveitarfélögin beiti sér fyrir alhliða umhverfis- vernd. Heimildir Áskell Einarsson: Land ímótun SUF 1970 Jón Sigurðsson: Búskapursveitarfélaganna 1950—1975. (Samb. ísl. sveitarfélaga 1975) The Ecologist: Heimur á helvegi (AB 1967) Tímaritið Sveitarstjórnarmál 1972—1975 (ýmis tölu- blöð) FLutningur ríkisstofnana: nefndarálit 1975 Fjárhagsáœtlanir fsafjarðar 1972—1976 Ársreikningar Isafjarðar 1972—1976 Framkvœmdaáœllun Isafjarðar 1975—1978 Fjölrituð gögn um ýmsa þætti sveitarstjórnarmála frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga. NÝR BÆJARSTJÓRI RÁÐINN Á AKUREYRI Bæjarstjóraskipti urðu á Akureyri hinn 1. september. Bjarni Einarsson, sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra frá árinu 1967, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri nýstofnaðrar byggða- deildar i Framkvæmdastofnun ríkis- ins, en við bæjarstjórastarfinu tók Helgi M. Bergs, viðskiptafræðingur. Helgi M. Bergs er fæddur í Kaup- mannahöfn 21. maí árið 1945, sonur Lis og Helga Bergs bankastjóra i Reykjavik, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1967 og síðan kandidatsprófi frá Viðskiptadeild Háskóla Islands árið 1971. Næsta árið starfaði hann sjálf- stætt og að ýmsum verkefnum fyrir Verkfræðistofu dr. Kjartans Jó- hannssonar, en hóf árið 1972 nám í þjóðhagfræði í Lundúnaháskóla og lauk þaðan prófi á árinu 1974. Síðan starfaði Helgi hjá Fiskifélagi Islands, unz hann var ráðinn bæjarstjóri. Helgi er kvæntur Dórothe Jóns- dóttur frá Akureyri og eiga þau tvo syni. Helgi M. Bergs. VEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.