Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Page 13

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Page 13
Séð yfir hluta byggðarinnar. Samrekstur Enn er ógetið um merkan þátt í rekstri Njarðvíkur og annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum, en það er sú samvinna, sem tekizt hefur milli sveitarfélaganna í ýmsum málum. Árið 1946 hófst þessi samvinna, þegar öll sjö sveitarfélögin á Suðurnesjum hófu samstarf um byggingu og rekstur sjúkrahússins í Keflavík. Nú standa yfir miklar nýbyggingar í sambandi við sjúkrahúsið, sem hófust vorið 1976 og gert er ráð fyrir að ljúki 1979. Síðan hefur tekizt samvinna um ýmis mál, mis- jafnlega víðtæk, í sumum tilvikum milli allra sveitarfélaganna, svo sem í rekstri og uppbyggingu heilsugæzlustöðvar, sem tekin var í notkun árið 1975, byggingu og rekstri Iðnskólans í Keflavík, sem nú hefur víkkað út starfssvið sitt og við hefur tekið fjölbrautaskóli. Hitaveita Suðurnesja er sameign sveitarfélaganna og ríkisins. Hitaveitan er þegar að komast í notkun í Grindavík og kemur í Njarðvík og Keflavík haustið 1977. Brunavarnir eru reknar sameiginlega, utan þess, Frá vígslu bókasafns í skólahúsinu. Á Ijósmyndinni má m. a. þekkja Ólaf G. Einarsson, lengst til vinstri, Matthías Á Mathlesen, fjármálaráðherra, Eyþór Þórðarson og konu hans, Hilmar G. Þórarinsson, og Magnús Guðmanns- son, byggingarfulltrúa kaupstaðarlns. 259 SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.