Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Page 16
Árið eftir, f maí 1801, er Kröyer aftur guðfaðir
Önnu Kristínar, dóttur þeirra Anders og Frið-
riku. Eitthvað hefur þó gengið hrumult í hjóna-
bandi þeirra fyrst í stað, því að í desember þetta
sama ár fæddist á Hrafnagili í Eyjafirði svein-
barn, er skírt var Andrés. Var móðirin Guðný
nokkur Jónsdóttir, og „útlagði hún föður að
sveininum assistent Andreas Lever, sem hefur
gengið við faðerni hennar barns", eins og segir
í prestsþjónustubókinni.
Ekki var dvöl þeirra Levershjóna löng á Siglu-
firði, því að árið eftir, 1802, er hann orðinn verzl-
unarstjóri á Reyðarfjarðarkaupstað, og þar fæð-
ist þeim hjónum önnur dóttir þetta ár. Var sú
skírð Vilhelmína Kristíana og átti seinna heima
á Espihóli í Eyjafirði, eða Stórhóli, sem hann var
stundum kallaður, og síðar á Akureyri, og var
þá nefnd Stórhóls-Mína, til aðgreiningar frá
frænku sinni og nöfnu. Stórhóls-Mína átti fyrst
Stefán Stefánsson Þórarinssonar amtmanns, en
síðar Bjarna Jóhannesarson frá Kambfelli í Saur-
bæjarhreppi. Hún andaðist að Naustum við
Akureyri árið 1875 félaus einstæðingur. Þriðja
dóttir þeirra Levershjóna, Vilhelmína Gytte Frið-
rika, fæddist árið 1805.
Á Reyðarfirði var Anders Lever verzlunarstjóri
til 1805, vel kynntur og vel að sér, segir kirkju-
bókin, og þar bregður fyrir í þjónustu hans árið
1802 Þuríði Sigfúsdóttur, og er þá kölluð „pige“,
ef henni er þá ekki ruglað saman við Mechinu
systur sína, en þeirra getur brátt nánar. Hinn 30.
nóv. 1805 sóttu þeir Leversbræður um 16000 rík-
isdala lán til sölunefndar konungseigna til að
kaupa eignir Frisch jústitsráðs á Eyjafirði og
Skagaströnd og endurreisa þar verzlun, en var
synjað, enda líklega taldir leppar Kyhns frænda
síns. Anders var í Kaupmannahöfn ásamt bróður
sínum veturinn 1805-’06 en kom þá aftur til
Reyðarfjarðar ásamt konu sinni og dætrunum
þremur, en var helsjúkur og dó 9 dögum eftir
heimkomuna, 17. júní 1806. Gekk ekkja hans,
Friðrika Kristín, fjórum árum seinna að eiga
Friðrik Möller assistent, þann, er fæddist í Fugla-
vaðsmyllu á Sjálandi 1788. Meðal barna þeirra
var Edvald Eilert, sem yfir 50 ár var verzlunar-
262 stjóri á Akureyri og átti sæti í fyrstu bæjarstjórn-
inni þar, þótt hann ætlaði að koma sér undan
því á þeim forsendum, að hann væri hjú
Höepfners húsbónda síns, en þá skyldu þeir ekki
liafa kosningarétt eða kjörgengi, sem voru öðrum
háðir sem hjú, svo sem það var orðað. En á þenn-
an skilning Edvalds Möllers á stöðu sinni vildu
æðstu völd Norðuramtsins ekki fallast. Fjöldi
íslenzkra afkomenda hans ber ættarnafnið Möll-
er, og meðal barnabarna hans var Ólafur Frið-
íiksson, ritstjóri.
Ekki veit ég, hvenær eða með hvaða hætti yngri
bróðirinn, Hans Vilhelm, kom til íslands, en hann
var kominn til Reyðarfjarðar 1799 í þjónustu
Kyhns, og í manntalinu 1801 er talinn á Reyðar-
fjarðarkaupstað Andreas Vilhelm Lever, 21 árs,
og mun það hann, þó að nafnið Andreas sé í
staðinn fyrir Hans, enda er Anders bróðir hans
í þessu manntali á Siglufirði sem fyrr getur.
Hefur því Hans Vilhelm verið orðinn verzlun-
armaður á Reyðarfirði á undan eldri bróður sín-
um. Ekki stýrði hann þó Reyðarfjarðarverzlun
einn, heldur með honum ÓIi nokkur Möller, og
hjá þeim var „husholderske", eða ráðskona,
Mechín Sigfúsdóttir, 21 árs, „ógift, þjónandi”.
Hafði hún eignazt sveinbarn, Andrés, með Óla
þessum 1797, og 2. október 1802 ól hún honum
meybarn, sem skírt var Jóhanna María. Seinna
giftist Mechín Jóhanni Hendrik Biering beyki.
Þegar Lever eldri tekur við Reyðarfjarðarkaup-
stað, flyzt Hans Vilhelm til Seyðisfjarðar og verð-
ur faktor þar. Til hans flyzt þangað árið 1802
áðurnefnd Þuríður Sigfúsdóttir ogelur honum þar
meybarn 1. marz það ár, og var mærin skírð degi
síðar og hlaut nafnið Vilhelmína. Hefur kirkju-
bókin um þessa barnsfæðingu þá einkennilegu
athugasemd, að eftir því sem menn viti til, sé
jjetta beggja foreldranna fyrsta meinalausa frillu-
lífisbrot. Er þetta elzta heimildin um söguhetju
okkar, Vilhelmínu Lever.
Ekki dvaldist Hans Vilhelm lengi á Austfjörð-
um, jrví að árið 1803 tekur hann við forstöðu
Kyhnsverzlunar á Akureyri. Þetta sama ár, 22.
október, er hann vígður í hjónaband af Hrafna-
gilspresti, sr. Magnúsi Erlendssyni, sem þá var
nýtekinn við embætti af föður sínum. Hans Vil-
helm er þá talinn 23 ára og brúður hans og barns-
SVEITARSTJÓRNARMÁL