Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Side 19

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Side 19
sama Sigurð hafði Lever viljað gera að lögreglu- þjóni staðarins, þó ekki yrði af. Mun sýslumaður Briem hafa talið það móðgun við sig og lögreglu- stjórn sína, er Lever gerði þessa uppástungu. Barn Guðrúnar Jónsdóttur og Hans Vilhelms hlaut nafnið Anton Vilhelm. Árið 1835 er hann í manntali hjá sínum raunverulega föður, kallað- ur vinnumaður, nýkominn þangað frá móður- fólki sínu á Moldhaugum. Átti Anton síðar eft- ir að gera garðinn frægan í Arnarnesi við Eyja- fjörð, og er margt mikilhæfra manna frá honum komið. Hans Vilhelm hóf sjálfstæðan verzlunarrekst- ur 1819 fyrir norðan Búðarlæk og hélt þeimrekstri áfram til dauðadags, 14. apríl 1843. Voru verzlun- arhús hans nálægt því, sem nú er Höepfners- bryggja. Hann var þrem árum fyrir andlát sitt 11. í röð útsvarsgjaldenda á Akureyri, greiddi þá 24 fiska, en hæst útsvar galt þá Bertel Borgen sýslumaður, 52 fiska, eða 4 ríkisdali og 2 mörk. Ekkja Levers, Karín Kristín, hélt verzlunarrekstr- inum áfram nokkur ár eftir dauða manns síns, kölluð borgarinnaí manntali 1850 og fleiri heim- ildum. En 1855 hverfur hún á brott til Noregs, og veit ég ekki meira af henni að segja. Einkabarn þeirra Hans Levers og Þuríðar Sig- fúsdóttur, Vilhelmína, fæddist sem fyrr segir á Seyðisfirði 1802 og ólst upp með foreldrum sín- um á Akureyri. Hún heful: misst móður sína ein- hvern tíma á árabilinu 1810-17 og eignast þá stjúpmóður þá, er fyrir skemmstu var getið. Er hún fermdist 1817, var hún vel læs og kunni vel allan barnalærdóminn. Tvítug að aldri giftist hún Þórði Daníelssyni frá Skipalóni, en sá hafði framazt erlendis, lært garðyrkju og smíðar og var nefndur Gartner og Klejnsmed mr. Thord Lonstæd, þegar mikið skyldi við hafa. Fluttust þau að Lóni og höfðu búshald tilkomumikið og kostnaðarsamt. Næsta ár flytjast þau til Akureyr- ar og tekur þá að togna á hjónabandinu, en Vil- helmína var sögð „fríð sýnum og fagurlega á fót komin, vitur og blíð í viðmóti.“ Árið 1825 hafði Þórður fengið leigt hjá Jóhanni Gudmann, en í byrjun þessa árs kærir hann konu sína fyrir Briem sýslumanni fyrir endurtekið hjúskapar- brot. í réttarprófum í ágúst leiðir hann sem vitni yfirmenn af dönsku skipi, en landi þeirra, Thomas Fogh, endurskoðandi við Knudsensverzl- un á Akureyri, hafði oftar en einu sinni getið þess við vitnin, að hann hefði haft „legemlig Omgang með Mad. Danielsen". Jafnframt hafði Fogh látið þess getið, að maður hennar ætti ekki lægt með henni, að sjálfrar hennar sögn. Upp úr þessu málajsrasi skildu þau Þórður og Vilhelmína, en allt um það er hún þrásinnis nefnd og skráð Mad. Danielsen. í manntali árið 1833 er Mad. Danielsen 31 árs, talin til heimilis hjá föður sínum og stjúpu og titluð „hans datter“. En fjórða júní þetta ár, seg- ir Hrafnagilskirkjubók, að hún fæddi son, og er hann einbirni hennar. Þá var siður presta, er Mynd þessa úr Búðargili tók Eðvarð Slgurgeirsson, Ijós- myndari á Akureyri fyrir Sveitarstjórnarmál nær 80 árum síðar en hin myndin úr Búðargili var máiuð. f gilinu er mikil gróðursæld og kartöfluspretta mikil, enda mun þar skjól í öllum áttum. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.