Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Side 25
Þessi stofn hefir einnig verið nýttur hjá allflestum
sveitarfélögum við álagningu annarra fasteigna-
gjalda, sem reiknast af fasteignamati.
Stofnhækkunin miðað við sexföldun á fasteigna-
matinu nú nemur því um 120% milli áranna 1976 og
1977.
Hér skal farið nokkrum orðum um áhrif þessara
breytinga varðandi eftirtalda tekjustofna:
1. Fasteignaskatt
2. Lóðarleigur
3. Vatnsskatt
4. Holræsagjald.
1. Fasteignaskattur:
Samkvæmt lögum nr. 8 frá 1972 um tekjustofna
sveitarfélaga skal árlega greiða skatt af fasteignum
til viðkomandi sveitarfélags. Fasteignaskatturinn er
0.5% og 1.0% af fasteignamati viðkomandi eignar,
sem ákvarðast eftir notkun eignarinnar. Auk þess er
sveitarstjórn heimilt að innheimta fasteignaskattinn
með allt að 50% álagi.
Sveitarstjórnir flestra þéttbýlisstaðanna hafa not-
að þessi heimildarákvæði að einhverju eða öllu leyti
á undanförnum árum, en sveitarstjórnir sveita-
hreppanna yfirleitt ekki.
Við gildistöku nýs fasteignamats og að óbreyttum
ákvæðum tekjustofnalaganna hækkar fasteigna-
skatturinn verulega, eins og eftirfarandi tafla sýnir:
Af þessu yfirliti má sjá, að lögbundin hækkun
verður mest eða 120% hjá þeim sveitarfélögum, sem
ekki hafa notað heimildarákvæði tekjustofnalag-
anna í sambandi við álagningu fasteignaskattsins á
árinu 1976 og nota ekki heldur árið 1977. En minnst
eða 46.5% hjá þeim sveitarfélögum, sem hafa nýtt að
fullu 50% heimildarákvæði tekjustofnalaganna, ef
þau fella álagið nú niður að fullu.
Þar sem hér er um miklar upphæðir að ræða, er
nauðsynlegt, að sveitarstjórnir geri sér glögga grein
fyrir, hvert stefnir í þessari skattheimtu, og hvort
ekki sé ástæða til að endurskoða þær álagningar-
reglur, sem nú eru í lögum um álagningu fasteigna-
skatts.
2. Lóðaleigur:
Ákvæði um lóðarleigur eru ekki lögbundin heldur
ákveðst lóðarleigan með samningsgerð milli við-
komandi sveitarfélags og lóðarleigjanda.
Hér er fasteignamatið því aðeins áhrifavaldur hjá
þeim sveitarfélögum, þar sem lóðarleigan er
umsamnin prósenta af fasteignamati lóðarinnar.
Tiltölulega fá sveitarfélög nota þessa viðmiðun
við ákvörðun á lóðarleigum, en engu að síður er rétt
að gera sér grein fyrir þeim áhrifum, sem sexföldun
fasteignamatsins hefir í þessum tilfellum.
Þau sveitarfélög, sem nota fasteignamatið sem
viðmiðunargrundvöll við álagningu lóðarleigu,
munu yfirleitt hafa margfaldað fasteignamatið árið
Hækkun á fasteignaskatti í % milli
áranna 1976 og 1977 miðað við sexföldun
á fasteignamati 1. desember 1976.
1. Sveitarfélög, sem ekki hafa Heimildar- álag árið 1976 Án heim- ildar- álags 1977 Með óbr. heimildar- ál. 1977 Með fullu heimildar- álagi 1977
notað heimildarálag 1976 2. Sveitarfélög, sem notað hafa 0% 120% 120% 230%
heimildarálag að hluta 3. Sveitarfélög, sem notað hafa 25% 76% 120% 164%
heimildarálag að hluta 4. Sveitarfélög, sem notað hafa 30% 69% 120% 154%
heimildarálag að fullu 50% 46,5% 120% 120%
SVEITARSTJÓRNARMÁL