Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Qupperneq 34
árið 1970 er á ný lögð sérstök áherzla á mikilvægi
þessa þróunarhlutverks í starfsemi Húsnæðismála-
stofnunar. Með þriðju grein laganna er skilgreint
viðamikið verkefni í rannsóknar- og þróunarmálum,
sem stofnuninni er ætlað að inna af hendi.
Ekki varð eðlileg fjölgun í starfsliði stofnunarinn-
ar, til þess að vinna að þessum verkefnum árin
1970—1974, þó að byggingarstarfsemin í landinu og
byggingarkostnaður hafi margfaldazt, miðað við
árin á undan. En þá var veruleg þörf á að koma á
aukinni stýringu og rannsóknum í þróun bygg-
ingarmála.
Starfsemi teiknistofunnar hélt áfram með svipuðu
sniði og frá því fyrir 1970, þ. e. hönnun týpuhúsa-
teikninga og frágangsvinna, eftirlits- og leið-
beiningaferðir yfir sumartímann. Sala týpuhúsa-
teikninga og vinna kringum þær jókst í samræmi við
aukna byggingarstarfsemi. Voru tengsl Húsnæðis-
málastofnunar við húsbyggjendur úti á lands-
byggðinni að verulegu leyti fyrir milligöngu bygg-
ingarfulltrúa staðanna. Og í mörgum tilfellum var
byggingarfulltrúinn sú eina stoð og stytta, sem
byggjandinn gat leitað til í byggingarmálum sínum.
Á þeim stöðum, þar sem litlar upplýsingar voru til
um lóðirnar, svo sem hæðarmælingar o. fl., þurftu
byggingarfulltrúar oft að leggja á sig auka erfiði án
nokkurrar þóknunar til að afla allra nauðsynlegustu
upplýsinga, svo unnt væri að teikna húsin á lóðirnar.
Á þennan hátt þróaðist smám saman mjög ánægju-
leg samvinna milli byggingarfulltrúa og Húsnæðis-
málastofnunar.
Tæknideild stofnuö árið 1974
Á miðju árinu 1974 er stofnuð tæknideild og
verður teiknistofan þá hluti af áætlaðri tæknilegri
starfsemi Húsnæðismálastofnunar. Með meiriháttar
fjölgun starfsliðs á árinu er lagður grundvöllur að
löngu tímabærri breytingu á tæknilegri þjónustu
stofnunarinnar. Var nú tekið til við að endurskipu-
leggja alla tækniþjónustu og þá sér í lagi að setja ný
markmið, með því að taka til meðferðar þau verk-
efni, sem stofnuninni bar að vinna, lögum sam-
280 kvæmt, eins og áður er rakið.
Hönnun leiguíbúða sveitarfélaga
Eitt af fyrstu verkefnum, sem hinni nýstofnuðu
tæknideild var falið, var vinna við áætlun um
byggingu 1000 leiguíbúða sveitarfélaga á árunum
1974—1978. Lög höfðu verið sam|Dykkt um þetta
efni árið áður, en áætlunargerð og tæknilegur
undirbúningur skammt á veg kominn. Þetta viða-
mikla verkefni varð fljótt þungamiðja í starfsemi
tæknideildar síðla árs 1974 og framan af árinu 1975.
Leituðu mörg sveitarfélög fljótlega eftir umfangs-
mikilli fyrirgreiðslu vegna væntanlegra leiguíbúða-
framkvæmda, eins og þau áttu rétt til, samkvæmt
reglugerð. Má segja, að þetta verkefni ásamt endur-
nýjun á týputeikningasafni stofnunarinnar hafi ein-
kennt starfsemi tæknideildar meginhluta ársins
1975.
Hlutverk byggingarfulltrúa við eftirlitið
Einmitt á þessum vettvangi gegna byggingarfull-
trúar að mínum dómi mjög þýðingarmiklu hlut-
verki. Það er i þeirra valdi að koma á nægilega sterku
aðhaldi við eftirlit og úttektir á byggingarfram-
kvæmdum í dreifbýli, þannig að bæði hönnuðir og
byggingaraðilar hlaupist ekki undan viðeigandi
skyldum og ábyrgð. Koma þyrfti á betra sambandi
milli hönnunarstigs og framkvæmdastigs.
Því miður má rekja ýmis dæmi um bygginga-
skaða, rangar byggingarútfærslur og óhóflegan
byggingarkostnað til aðhaldsleysis byggingaryfir-
valda og óskipulegs byggingareftirlits af hendi verk-
kaupa.
Nú er það vitað, að vandi byggingarfulltrúa er
margvíslegur, umdæmin oft stór í hinum dreifðu
byggðum landsins og oft erfiðleikum bundið að
koma á nægilega virku eftirliti og leiðbeiningum.
Störfin hafa einatt ekki mætt viðeigandi skilningi
hvorki hjá húsbyggjendum, sem stundum hafa til-
hneigingu til þess að sniðganga byggingarreglu-
gerðir, eða yfirvöldum, sem oft hafa látið undir höf-
uð leggjast að veita byggingarfulltrúum sínum
nægilegan bakstuðning til aukins aðhalds í bygg-
ingarmálum.
SVEITARSTJÓRNARMÁL