Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Síða 35

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Síða 35
Fjölbýllshúslð vlð Víðigrund 14—16 á Sauðárkróki er meðal fyrstu sambýlishúsanna, sem fullgerð eru utan Reykjavíkur af þeim húsum, sem reist eru í flokki leiguíbúða sveitarfélaga. Tæknideildin hefur aðstoðað sveitarfélaglð við samningagerð við verktaka og lagt til grundvallar eigin verðútreikninga. Þykir vel hafa tekizt til um kostnað og alla gerð hússins. Ljósm. Stefán Pedersen, Sauðárkróki. Með nýju frumvarpi til byggingarlaga er stefnt að því að fjölga byggingarfujltrúum í dreifbýli og koma á umdæmisfyrirkomulagi. Jafnframt eru í hinu nýja frumvarpi gerðar meiri kröfur til menntunar í starfi byggingarfulltrúa. Er þetta eflaust til mikilla bóta. En það þarf jafnframt að bæta aðbúnað og aðstöðu byggingarfulltrúa og launa þá í samræmi við þá ábyrgð, sem starfinu fylgir. Um leið og stefnt er að breytingum og endurbótum á starfseminni með hinum nýju lögum, þyrfti að endurskipuleggja starfsemina i átt til meira eftirlits og aukinnar leið- beiningaþjónustu. Athugandi væri, hvort ekki ætti að koma á reglu- legum fundum eða námskeiðum t. d. einu sinni á ári, þar sem samræmdar yrðu aðgerðir og mörkuð stefna varðandi leiðbeiningastarfsemi í málefnum hús- byggjenda. í fámennum héruðum, þar sem langt er að sækja til byggingarfulltrúa, er þeim mun nauðsynlegra að byggingarreglugerðir og leiðbein- ingar um byggingarmál séu kynntar húsbyggj- endum reglulega. Á tæknideild Húsnæðismálastofnunar er litið á það sem þýðingarmikið hlutverk að veita bygg- ingarfulltrúum og byggingaryfirvöldum alla mögu- lega aðstoð við að leiðbeina húsbyggjendum, bæta húsakost landsmanna og koma með ábendingar um betra skipulag byggingarframkvæmda einstaklinga og sveitarfélaga. Þar sem byggingarfulltrúar eru alla jafnan í áþreifanlegasta sambandi við húsbyggjendur, væri æskilegt, að þeir skýrðu frá ýmsum þeim vandamál- um, sem þeir kynnast í starfi og bendi á leiðir til úrbóta. Jafnframt væri gott að fá ábendingar um þá þætti byggingarfræðslu, sem auka þyrfti að þeirra mati, og svo með hverjum hætti samvinna Hús- næðismálastofnunar og byggingarfulltrúa gæti orðið virkari í málefnum húsbyggjenda. 281 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.