Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Qupperneq 37

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Qupperneq 37
TÓMAS SVEINSSON, viðskiptafræðingur: LÁNVEITINGAR BYGGÐASJÓÐS TIL GATNAGERÐAR í ÞÉTTBÝLI 1976 Vorið 1974 samþykkti Alþingi lög nr. 51 frá 16. maí 1974, sem kveða svo á, að sveitarfélögum sé heimilað að leggja sérstakt gatnagerðargjald á fast- eignaeigendur vegna lagningar bundins slitlags á götur í þéttbýli. Stjórn Byggðasjóðs gerði sér strax ljóst, að hér var um þjóðþrifamál að ræða. Var því ákveðið að rétta hjálparhönd í formi láns til þeirra sveitarfélaga og íbúa þeirra þéttbýlisstaða á svo- kölluðu Byggðasjóðssvæði, er stæðu í gatnagerðar- framkvæmdum og notfærðu sér heimildina til álagningar framangreinds gatnagerðargjalds. Af þessu tilefni setti stjórn Byggðasjóðs sér ákveðnar reglur um heildarfjármagn, er til ráðstöf- unar skyldi vera til þessa málaflokks, og úthlut- unarreglur varðandi sjálfar lánveitingarnar. Þessar reglur, sem settar voru á árinu 1975, eru í megin- atriðum þær, að hverju sveitarfélagi skuli lánað allt að 80% álagðra gatnagerðargjalda (þ.e. gatna- gerðargjalda vegna lagningar bundins slitlags), en þó aldrei hærri upphæð en sem svarar 25% af fram- kvæmdakostnaði. Það heildarfjármagn, sem verja mátti til þessa málaflokks, var ákveðið allt að 115 m. kr., en sú upphæð skal þó endurskoðuð árlega með tilliti til þarfa og verðhækkana og lánagetu Byggða- sjóðs. Til tryggingar þessum lánum krefst stjórn Byggðasjóðs, að skuldabréf, undirrituð af viðkom- andi fasteignaeigendum samtals að upphæð, sem er minnst jafnhá og lán til viðkorhandi sveitarfélags, séu lögð inn í banka eða aðra innheimtustofnun til innheimtu og skal sú innheimta ganga inn á reikning Byggðasjóðs að því marki, er nemur greiðslu af- borgana og vaxta vegna lánsins. Það hefur örlítið borið á því, að sveitarstjórnar- menn hafi misskilið þessar úthlutunarreglur, og er því rétt að ítreka, að á lánunum eru raunverulega þrjú þök, þ. e. 80% af álögðum gatnagerðargjöldum, en þó aldrei hærra en svarar 25% framkvæmda- kostnaðar og í þriðja lagi ákvarðast lánin af því fjármagni, sem Byggðasjóður hefur til ráðstöfunar til þessa málaflokks. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hve mikil þörfin er á því að hraða sem allra mest fram- kvæmdum við lagningu á bundu slitlagi á götur þéttbýlisstaða um byggðir landsins. En hér sem í mörgum öðrum tilfellum er það fjármagnið, sem ræður hraðanum. Mörg sveitarfélög hafa unnið þrekvirki í þessum málum, venjulega á kostnað annarra nauðsynlegra framkvæmda, en önnur sveitarfélög hafa ekki haft fjárhagslegt bolmagn til að anna þessu. M. a. af þessum ástæðum var vega- lögum nýlega breytt þannig, að 25% af svokölluðu þéttbýlisvegafé var tekið til hliðar, og er því ráð- stafað af fjárveitinganefnd Alþingis til þeirra sveitarfélaga, er sérstaka þörf þykja hafa vegna þessara framkvæmda. Ennfremur hefur Lánasjóður sveitarfélaga veitt umtalsverða lánafyrirgreiðslu til þessara mála. Árið 1975 mun hafa verið úthlutað um 68 m kr. úr 25%-sjóði og lánað um 57,4 m. kr. úr Byggðasjóði til gatnagerðarframkvæmda. Lánveitingar Lánasjóðs 283 SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.