Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Qupperneq 40
SKIPTING 25% SJÓÐSINS
Á ÁRUNUM 1976 OG 1977
I 3. tbl. Sveitarstjórnarmála 1975 segir frá þeirri breyt-
ingu, sem gerð var á vegalögunum með lögum nr. 27 1975
þess efnis, að framlagið, sem áður var 10% af þéttbýlisfé og
varið skyldi til að flýta framkvæmdum við gatnagerð, þar
sem sérstök ástæða þykir til að ljúka ákveðnum fram-
kvæmdum eða til að stuðla að hagkvæmari vinnu-
brögðum, var hækkað í 25% eða í fjórðung þéttbýlisfjárins.
Fjárveitinganefnd Alþingis skyldi skipta þessu fé að
fengnum tillögum vegamálastjóra. 1 sama tölublaði var
sagt frá fyrstu úthlutun á þessum svokallaða „25% sjóði“,
samtals 66 milljónum króna, sem komu til skiptanna á
árinu 1975. Var þessu fé varið til gatnagerðar í sveitarfé-
lögum á Vesturlandi og á Vestfjörðum.
Fjárveitinganefnd hefur nú ráðstafað 25% sjóðnum fyrir
árið 1976 og jafnframt lagt drög að skiptingu hans á árinu
1977, þótt nefndin áskilji sér rétt til að endurskoða þá
úthlutun, ef tilefni gæfist til.
Til ráðstöfunar hafa árið 1976 komið 88 millj. króna, og
fyrir árið 1977 hefur nefndin úthlutað 76,6 millj. króna.
Við úthlutun þéttbýlisfjár árið 1976 hefur fjárveitinga-
nefnd lagt eftirfarandi meginreglur til grundvallar:
„1.1 framhaldi af úthlutun árið 1975, en þá fór fé úr
25% sjóði einvörðungu til Vesturlands og Vestfjarða, er
haldið áfram þeirri stefnu að gera verulegt átak á tiltekn-
um svæðum. Að þessu sinni er áherzlan lögð á Norðurland
vestra og á Austfirði. Á árunum 1977 til og með’ 1979
kemur röðin að Norðurlandi eystra, Suðurlandi og
Reykjanesi.
2. Að jafnaði er miðað við að greiða 40% kostnaðar við
undirbyggingu og slitlag þjóðvega í þéttbýli og stuðzt við
framkvæmdaáætlanir sveitarfélaganna sjálfra i þvi efni.
Vegagerð rikisins fór yfir þær áætlanir ásamt Fram-
kvæmdastofnun rikisins, og eru upplýsingar nefndarinnar
frá þeim aðilum.
3. Á þeim stöðum, sem varanlegt slitlag var ekki komið i
endanlegt horf fyrir árið 1975, en áformað nú að fullgera
þjóðvegi í þéttbýli, var úthlutun ákveðin 20% kostnaðar,
enda hafi viðkomandi sveitarfélag ekki fengið áður óaftur-
krælan styrk frá rikinu til þjóðvegagerðar i þéttbýli. Hér
var um að ræða Neskaupstað, Seyðisfjörð og Eskifjörð.
4. Tekið skal fram, að úthlutunartölur árið 1977 eru til
endurskoðunar á þvi ári.
5. Nefndin mun æskja þess við Vegagerð rikisins, að
framlög þessi verði greidd eftir þvi sem viðkomandi verk-
286 efnum við þjóðvegi i þéttbýli miðar fram.“
Hér fer á eftir yfirlit yfir úthlutun fjárveitinganefndar
úr 25% sjóðnum til sveitarfélaga á árunum 1976 og 1977:
1976 1977
millj.kr. millj.kr.
Akranes 8,3
Ólaísvik 2,1
Grundarfjörður 4,0
Búðardalur 1,3
Patreksfjörður 3,4
Tálknafjörður 1,3 6,0
Bildudalur 1,0 3,0
Flateyri 2,0
Hólmavik 4,0 2,3
Hvammstangi 5,0
Blönduós 5,8
Skagaströnd 4,3 0,5
Sauðárkrókur 10,0 6,0
Ólafsfjörður 2,6 4,2
Dalvik 3,5
Húsavik 2,6
Raufarhöfn 2,3
Þórshöfn 1,6 3,0
Vopnafjörður 6,0 3,2
Egilsstaðir 4,0
Neskaupstaður 5,0
Eskifjörður 2,2
Seyðisfjörður 3,0
Reyðarfjörður 6,8 2,0
Fáskrúðsfjörður 3,0 6,5
Stöðvarfjörður 1,3 1,9
Breiðdalsvik 2,6
Djúpivogur 4,0
Hvolsvöllur 2,0
Stokkseyri 2,0 9,0
Selfoss 0,8
Hveragerði 1,0 1,8
Þorlákshöfn 4,4
Hafnarfjörður 2,0
Samtals kr. 88,0 76,6
Fjárveitinganefnd á óráðstafað 11,3 millj. króna af þvi
fé, sem hún telur, að komi til skiptanna í svokölluðum 25%
sjóði á árinu 1977.
SVEITARSTJÓRNARMÁL