Sveitarstjórnarmál - 01.12.1976, Page 42
288
þrjá flokka, m. a. með tilliti ti! náms-
efnis o. fl.
1. flokkur: 6—9 ára.
2. flokkur: 10—12 ára.
3. flokkur: 13—15 ára.
Það verður að teljast mjög jákvætt
fyrir umferðarfræðslu i skólum, hve
margir byrjendur hafa fengið grund-
völl að umferðarfræðslu á forskóla-
stigi. Flestir 7 ára nemendur skilja nú
orðið þörf umferðarreglna og
nauðsyn þess að kunna þær og reyna
að fara eftir þeim. Hlutverk skólanna
mun annars vegar vera fólgið í því að
kenna börnunum umferðarreglurnar,
bæði orð og gerðir (bóklegar og verk-
legar æfingar), þannig að þau geti
notfært sér þær í umferðinni. Hins
vegar er það ekki síður mikilvægt að
efla viljann til þess að haga sér rétt í
umferðinni og koma þeim í skilning
um umferðarvandamálin, sem
byggður er á almennri ábyrgðartil-
finningu. Sýnikennsla á góðri hegð-
um í umferðinni ásamt æfingum er
grundvöllur fyrir vananum. Að þessu
þurfa skólarnir að vinna í samvinnu
við foreldra, löggæzlumenn, öku-
menn almenningsvagna (skólabíls-
ins), o. fl. aðila. Mótun barns sem
góðs vegfaranda er langtímamark-
mið, sem við öll berum ábyrgð á.
Barnið getur átt við sérstök vandamál
að glíma, sem fullorðnir veita ekki
athygli í fljótu bragði.
1 hverju eru vandmál barnsins í
umferðinni fólgin og hvernig kom-
umst við að raun um, hver þau eru?
A. Með svörum foreldra á svarlista
foreldrabréfs, sem dreift er
fyrstu skóladagana.
B. Með umræðum við foreldra og
nemendur.
C. Með viðtölum við lögreglu o. fl.
aðila, t. d. ökumenn skólabílsins,
stærtisvagnsins og gangbrautar-
verði, þar sem þeir eru.
D. Með könnun umferðar.
Með tölfræðilegri rannsókn á
ástandi umferðar.
Nemendur 10—15 ára geta gert
athugun á ástandi umferðar, ef
þeir eru vel undir það búnir og
hafa til þess sérstök eyðublöð.
Niðurstöður má einnig nota við
fræðslu yngri barna.
E. Með athugun á slysaskýrslum
Umferðarráðs.
F. Með könnun frétta í dagblöðum
og öðrum fjölmiðlum.
Til að efla áhuga nemenda á um-
ferðarfræðslu og bættri umferðar-
menningu, er heimilt, samkvæmt
reglugerð um umferðarfræðslu í skól-
um, að fram fari getraunir eða kann-
anir með frjálsri þátttöku nemenda,
er um leið sýni þekkingu þeirra á
umferðarreglunum. En eigi það að
bera góðan árangur, er nauðsynlegt
að kennarar, löggæzlumenn og for-
ráðamenn bæjarfélaga veiti þessum
þætti þann stuðning og fyrirgreiðslu,
sem verða má. Þess má geta, að
undirritaður hefur átt mjög góða
samvinnu við forráðamenn hinna
ýmsu bæjarfélaga um þennan þátt
umferðarfræðslunnar. Einnig hafa
mörg fyrirtæki og stofnanir gefið
verðlaun af ýmsu tagi til hvatningar
nemendum. Mörg félög og klúbbar
hafa gefið skólancmendum endur-
skinsmerki, og má ætla, að almenn
notkun endurskinsmerkja meðal
barna sé þessum aðilum mikið að
þakka. Fullorðna fólkið mætti hins
vegar nota endurskinsmerki mun
meir en raun ber vitni.
Að lokum vil ég nefna, að stefnt er
að aukinni umferðarfræðslu i skólum
og með fræðslufundum, námskeiðum
og vaxandi útgáfu á fræðsluefni get-
um við náð betri árangri, en við hin
fullorðnu þurfum einnig að sýna gott
fordæmi í umferðinni svo umferðar-
menningin haldist í hendur við aðrar
framfarir meðal okkar.
DRÁTTARVEXTIR
HÆKKA í 2'/2%
Dráttarvextir hækkuðu hinn 1.
desember s.l. úr 2% i 2‘/2% á mánuði
frá gjalddaga til greiðsludags. Er
þetta samkvæmt auglýsingu Seðla-
banka Islands frá 28. september s.l.
Samkv. 43. gr. tekjustofnalaganna
skulu dráttarvextir af vangreiddum
gjöldum til sveitarsjóða vera þeir
sömu og hjá innlánsstofnunum.
Dráttarvaxtatafla, sem útbúin hefur
verið samkvæmt þessum reglum,
gildir til marzloka, en þá öðlast gildi
ný tafla, sem verður send sveitar-
stjórnum í tæka tíð.
Mikilvægt er, að gott samstarf sé á milli lögreglu og skóla um umferðarfræðslu,
einkum er hlnn verklegl þáttur áríðandi.
SVEITARSTJÓRNARMÁL