Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Side 47

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Side 47
EYÞÓR EINARSSON, formaður Náttúruverndarráðs: SAMSTARF EVRÓPURÁÐS- RÍKJANNA Á SVIÐI NÁTTÚRUVERNDAR- OG UMHVERFISMÁLA Evrópuráðið varð einna fyrst al- þjóðastofnana til að taka náttúru- vemdar- og umhverfismál upp á stefnuskrá sína. Náttúruverndar- nefnd Evrópuráðsins var komið á fót árið 1962 og hefur starfað reglulega síðan. Innan nefndarinnar starfa undirnefndir og starfshópar, sem undirbúa og afgreiða að mestu þau mál, sem á starfsáætlun eru hverju sinni og aðalnefndin tekur svo end- anlegar ákvarðanir um á árlegum aðalfundum, sem ávallt eru haldnir í Strasbourg og standa í 5 daga. Island hefur tekið fullan þátt í þessu sam- starfi, bæði í aðalnefndinni, þar sem Eyþór Einarsson hefur verið fulltrúi Islands, frá því hún var sett á lagg- irnar, og i undirnefndum og starfs- hópum. Nefndin hefur unnið að ýmsum náttúruverndar- og umhverfismál- um, bæði þeim, sem snerta öll aðild- arríki Evrópuráðsins, og þeim, sem tengd eru tilteknum hlutum Evrópu, t.d. Suður- eða Mið-Evrópu. Hún hefur reynt að stuðla að samstarfi að- ildarríkjanna eftir megni og vekja áhuga og skilning yfirvalda og al- mennings á vandamálum á starfssviði sínu. Á vegum hennar hafa verið könnuð og borin saman lög og reglur aðildarrikjanna um ýmsa þætti nátt- úruverndar- og umhverfismála og tillögur gerðar um endurskoðun á þeim, þar sem þess hefur þótt þörf. Nefndin hefur beitt sér fyrir nánari rannsóknum á ýmsum vandamálum varðandi verndun dýra og plantna og lífsvæða þeirra og ýmissa náttúru- auðlinda, varðandi jarðveg, vatn og loft og hefur gefið út fjölda af skýrsl- um um þær rannsóknir. Samkvæmt tillögum nefndarinnar hefur nálægt tuttugu þjóðgörðum og öðrum vernduðum svæðum i Evrópu verið veitt sérstök viðurkenning. Náttúruverndarnefndin hafði frumkvæði um gerð Vatnasáttmála Evrópu og Jarðvegssáttmála Evrópu og á árinu 1976 hófst undirbúningur að gerð Evrópusamþykktar um verndun villtra dýra og plantna og lífsvæða þeirra. Árið 1970 var að tilstuðlan nefnd- arinnar helgað náttúruvernd í Evr- ópu, og varð það til að glæða mjög áhuga og skilning á þeim málum, ekki aðeins í Evrópu, heldur um allan heim. Á vegum nefndarinnar starfar Upplýsingamiðstöð Evrópu um nátt- úruverndarmál, sem sér um dreifingu ýmissa gagna til fræðslu og upplýs- ingar á þessu sviði um alla Evrópu. Auk þess gefur miðstöðin mánaðar- lega út Fréttabréf og ársfjórðungslega mjög fallegt tímarit, sem nefnist Naturopa. Upplýsingamiðstöðin hefur auk þess beitt sér fyrir upplýsingar- herferðum á tilteknum sviðum; þannig var árið 1976 kallað votlend- isár Evrópu því þá var, og er reyndar áfram, reynt að vekja athygli á mik- ilvægi votlendissvæða í búskap nátt- úrunnar og nauðsyn á verndun þeirra. Náttúruverndarráð hefur frá stofnun miðstöðvarinnar verið sam- starfsaðili hennar hér á landi. Að frumkvæði Náttúruverndar- nefndarinnar hafa verið haldnir tveir fundir þeirra ráðherra í aðildarríkj- um Evrópuráðsins, sem fara með náttúruverndar- og umhverfismál. Sá fyrri var haldinn i Vínarborg árið 1973, en sá siðari í Briissel árið 1976, og tók Island þátt í þeim báðum. Á þessum fundum voru þessi mál rædd almennt, en þó einkum fjallað um starfsemi Evrópuráðsins og starfs- áætlun Náttúruverndarnefndarinn- ar. Þessir ráðherrafundir hafa eflt mjög og styrkt alla starfsemi nefnd- arinnar og vakið frekari athygli á þeim mörgu vandamálum á starfs- sviði hennar, sem þarfnast úrlausnar. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.