Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1978, Blaðsíða 47
EYÞÓR EINARSSON, formaður Náttúruverndarráðs: SAMSTARF EVRÓPURÁÐS- RÍKJANNA Á SVIÐI NÁTTÚRUVERNDAR- OG UMHVERFISMÁLA Evrópuráðið varð einna fyrst al- þjóðastofnana til að taka náttúru- vemdar- og umhverfismál upp á stefnuskrá sína. Náttúruverndar- nefnd Evrópuráðsins var komið á fót árið 1962 og hefur starfað reglulega síðan. Innan nefndarinnar starfa undirnefndir og starfshópar, sem undirbúa og afgreiða að mestu þau mál, sem á starfsáætlun eru hverju sinni og aðalnefndin tekur svo end- anlegar ákvarðanir um á árlegum aðalfundum, sem ávallt eru haldnir í Strasbourg og standa í 5 daga. Island hefur tekið fullan þátt í þessu sam- starfi, bæði í aðalnefndinni, þar sem Eyþór Einarsson hefur verið fulltrúi Islands, frá því hún var sett á lagg- irnar, og i undirnefndum og starfs- hópum. Nefndin hefur unnið að ýmsum náttúruverndar- og umhverfismál- um, bæði þeim, sem snerta öll aðild- arríki Evrópuráðsins, og þeim, sem tengd eru tilteknum hlutum Evrópu, t.d. Suður- eða Mið-Evrópu. Hún hefur reynt að stuðla að samstarfi að- ildarríkjanna eftir megni og vekja áhuga og skilning yfirvalda og al- mennings á vandamálum á starfssviði sínu. Á vegum hennar hafa verið könnuð og borin saman lög og reglur aðildarrikjanna um ýmsa þætti nátt- úruverndar- og umhverfismála og tillögur gerðar um endurskoðun á þeim, þar sem þess hefur þótt þörf. Nefndin hefur beitt sér fyrir nánari rannsóknum á ýmsum vandamálum varðandi verndun dýra og plantna og lífsvæða þeirra og ýmissa náttúru- auðlinda, varðandi jarðveg, vatn og loft og hefur gefið út fjölda af skýrsl- um um þær rannsóknir. Samkvæmt tillögum nefndarinnar hefur nálægt tuttugu þjóðgörðum og öðrum vernduðum svæðum i Evrópu verið veitt sérstök viðurkenning. Náttúruverndarnefndin hafði frumkvæði um gerð Vatnasáttmála Evrópu og Jarðvegssáttmála Evrópu og á árinu 1976 hófst undirbúningur að gerð Evrópusamþykktar um verndun villtra dýra og plantna og lífsvæða þeirra. Árið 1970 var að tilstuðlan nefnd- arinnar helgað náttúruvernd í Evr- ópu, og varð það til að glæða mjög áhuga og skilning á þeim málum, ekki aðeins í Evrópu, heldur um allan heim. Á vegum nefndarinnar starfar Upplýsingamiðstöð Evrópu um nátt- úruverndarmál, sem sér um dreifingu ýmissa gagna til fræðslu og upplýs- ingar á þessu sviði um alla Evrópu. Auk þess gefur miðstöðin mánaðar- lega út Fréttabréf og ársfjórðungslega mjög fallegt tímarit, sem nefnist Naturopa. Upplýsingamiðstöðin hefur auk þess beitt sér fyrir upplýsingar- herferðum á tilteknum sviðum; þannig var árið 1976 kallað votlend- isár Evrópu því þá var, og er reyndar áfram, reynt að vekja athygli á mik- ilvægi votlendissvæða í búskap nátt- úrunnar og nauðsyn á verndun þeirra. Náttúruverndarráð hefur frá stofnun miðstöðvarinnar verið sam- starfsaðili hennar hér á landi. Að frumkvæði Náttúruverndar- nefndarinnar hafa verið haldnir tveir fundir þeirra ráðherra í aðildarríkj- um Evrópuráðsins, sem fara með náttúruverndar- og umhverfismál. Sá fyrri var haldinn i Vínarborg árið 1973, en sá siðari í Briissel árið 1976, og tók Island þátt í þeim báðum. Á þessum fundum voru þessi mál rædd almennt, en þó einkum fjallað um starfsemi Evrópuráðsins og starfs- áætlun Náttúruverndarnefndarinn- ar. Þessir ráðherrafundir hafa eflt mjög og styrkt alla starfsemi nefnd- arinnar og vakið frekari athygli á þeim mörgu vandamálum á starfs- sviði hennar, sem þarfnast úrlausnar. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.