Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Page 5

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Page 5
LANDSÞING /IPCV' .JW. Ly' ' iVv Qj y* r.f ■ •fr ,-Ærm . Xffl. landsþing sambandsins 10.—12. september 1986 Þrettánda landsþing sambands- ins var haldið í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík dagana 10.-12. september sl. Blásarakvintett Reykjavíkur lék, meðan þingfull- trúar og gestir gengu í salinn, en síðan setti Björn Friðfinnsson, for- maður sambandsins, þingið. Bauð hann þingfulltrúa og gesti vel- komna og ávarpaði sérstaklega norræna gesti þingsins. í setning- arávarpi sínu nefndi Björn m.a. fjölgun kvenna á þinginu og aukna þátttöku kvenna í sveitarstjórnum, sem hann kvað ánægjuefni. Þingforsetar voru kjörnir Magn- ús L. Sveinsson, forseti borgar- stjórnar Reykjavíkur, Björn Frið- finnsson, formaður sambandsins, og Sigurgeir Sigurðsson, vara- formaður sambandsins. Ritarar þingsins voru kjörnir Jón Eiríksson, oddviti Skeiðahrepps, og Sigurður Sigurðsson, oddviti Lýtingsstaðahrepps, og þeim til aðstoðar settur Unnar Stefáns- son, ritstjóri. í kjörbréfanefnd voru skipuö Engilbert Ingvarsson, oddviti Snæfjallahrepps, Helga Valborg Rétursdóttir, oddviti Skútustaða- hrepps, og Kristján Jóhannesson, sveitarstjóri í Hveragerði. [ áliti kjörbréfanefndar, sem Engilbert Ingvarsson mælti fyrir, kom fram, að rétt til þingsetu ættu 269 fulltrúar allra sveitarfélaga landsins, en kjörbréf hefðu borizt í þingbyrjun fyrir 199 fulltrúa. Þing- ið sátu um 170 fulltrúar sveitarfé- laga auk allmargra gesta, inn- lendra og erlendra. Þar á meðal voru formenn og framkvæmda- stjórar landshlutasamtakanna, sem eiga rétt til setu á landsþingi með málfrelsi og tillögurétti ásamt nokkrum fleirum. Ávörp vió þingsetningu Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, flutti ávarp við setn- ingu þingsins og árnaði því heilla í störfum. Ráðherrann fjallaði um nýju sveitarstjórnarlögin, gerði grein fyrir ýmsum málum, sem fé- lagsmálaráðuneytið fjallaði um og SVEITARSTJÓRNARMÁL 219

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.